| HI
TIL BAKA
Aston Villa-Liverpool, tölfræði
Næsti leikur Liverpool er gegn Aston Villa á Villa Park í deildinni í sunnudag kl. 15. Hann verður sýndu á Players eins og aðrir leikir. Skoðum aðeins tölfræði og annað tengt leiknum.
Þessi leikur mun sennilega vekja mesta athygli fyrir það að Gareth Barry mun leika með Aston Villa gegn liðinu sem hann reyndi að ganga til liðs við í allt sumar. Annars eru allir heilir í liði Aston Villa meðan Liverpool verður án Steven Gerrard, sem er meiddur á nára, auk þess sem Sami Hyppia er tæpur vegna meiðsla á hnésbótarsin. Á móti eru Javier Mascherano og Lucas komnir aftur eftir að hafa spilað með landsliðum sínum á Ólympíuleikunum.
En að tölfræðinni:
Liverpool hefur alls unnið Aston Villa 78 sinnum í deildinni, Aston Villa hefur unnið 51 sinni og 37 sinnum hefur orðið jafntefli.
Á Villa Park hefur Liverpool unnið 26 sinnum, Aston Villa 37 sinnum og 20 sinnum hefur orðið jafntefli.
Á síðasta tímabili vann Liverpool 2-1 á Villa Park í fyrsta leik sínum í deildinni. Martin Laursen færði Liverpool fyrst forystuna með sjálfsmarki. Gareth Barry jafnaði úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok en á lokamínútunni skoraði Steven Gerrard stórbrotið mark beint úr aukaspyrnu og tryggði Liverpool sigur.
Í leiknum á Anfield gerðu liðin 2-2 jafntefli. Yossi Benayoun tók forystuna fyrir Liverpool en Marlon Harewood jafnaði og síðan skoraði Fabio Aurelio sjálfsmark. Peter Crouch jafnaði svo tveimur mínútum fyrir leikslok.
Síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð hefur Liverpool unnið 17 sinnum, Villa átta sinnum og sjö sinnum hefur orðið jafntefli.
Liverpool hefur ekki tapaði í síðustu tíu deildarleikjum sínum á Villa Park. Síðasta tapið þar kom í febrúar 1998. Michael Owen kom Liverpool þá yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu en Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool, svaraði með tveimur mörkum.
Síðan þá hefur Villa ekki skorað meira en eitt mark í leik gegn Liverpool á Villa Park.
Liverpool hefur aðeins tapað einum af síðustu 19 leikjum sínum gegn Villa í öllum keppnum. Sá ósigur kom í september 2001 þegar Villa vann 3-1 á Anfield. Síðan þá hefur Villa ekki unnið Liverpool í 14 leikjum í röð, þar af 13 í deildinni.
Fernando Torres, Andriy Voronin og Ryan Babel léku sinn fyrsta deildarleik með Liverpool á Villa Park í ágúst í fyrra. Martin Skrtel lék sinn fyrsta leik með Liverpool gegn Villa á Anfield í janúar.
Stærsti sigur Liverpool á Villa Park kom í janúar 1925 þegar þeir unnu 4-1. Síðan þá hefur liðið unnið fjórum sinnum 3-0 á þessum velli - öll skiptin hafa komið eftir mars 1966.
Sjö árum síðar kom stærsta tap Liverpool á Villa Park, 6-1. Þeir hafa fjórum sinnum tapað 5-0.
Síðasti leikmaður Liverpool til að skora þrennu gegn Aston Villa var Michael Owen sem skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik í 3-1 sigri á Anfield í september 2000.
Aðeins tveir leikmenn Liverpool hafa skorað þrennu á Villa Park - Ian Rus í janúar 1984 og Robbie Fowler í nóvember 1998. Tveir aðrir hafa náð að gera það á Anfield - Bobby Graham (1964) og Owen árið 2000.
Síðasti leikmaður Villa til að skora þrennu gegn Liverpool var George Brown í janúar 1932 þegar hann skoraði fjögur mörk í 6-1 sigri Villa.
Fyrsta mark Jamie Carraghers fyrir Liverpool var skorað gegn Villa á Anfield í janúar 1997. Það kom aðeins 10 dögum eftir 19 ára afmælisdag hans.
Jose Reina á 26 ára afmæli á leikdegi.
Þetta er sá útivöllur sem Liverpool hefur gengið best á í ensku úrvaldeildinni. Þeir hafa unnið sjö af sextán leikjum sínum þar.
Liverpool hefur skorað 21 mark í ensku úrvalsdeildinni á þessum velli. Þetta er það næstmesta á öðrum velli en Anfield - þeir hafa skorað einu marki meira á St. James Park.
Liverpool hefur fengið fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni gegn Aston Villa (58) en gegn nokkru öðru liði.
Liverpool er annað af tveimur félögum í ensku úrvalsdeildinni (Chelsea er hitt) og eitt af sjö í öllum fjórum deildunum sem er með fullt hús stiga í deildarleikjum sínum á þessu tímabili.
Ef Liverpool vinnur þennan leik verður það í fyrsta sinn síðan á tímabilinu 1994-95 sem liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni.
Liverpool er ósigraði í síðustu níu deildarleikjum sínum, eða frá tapinu gegn Manchester United í mars, og hafa aðeins tapaði tveimur af síðustu 24 leikjum sínum í deildinni.
Liverpool hefur ekki ennþá spilað leik í deildinni á þessu tímabili þar sem mark hefur verið skorað fyrir 70. mínútu leiksins.
Liðið hefur ekki skorað mark í fyrri hálfleik í síðust átta leikjum sínum. Það síðasta var mark Dirk Kuyt gegn Chelsea í meistaradeildinni á Anfield í apríl. Það kom á 43. mínútu.
Liverpool hefur haldið hreinu í öllum þremur útileikjum sínum í öllum keppnum á þessu tímabili.
Næsta mark Liverpool verður það 400. undir stjórn Rafa Benítez.
Þetta er 98. tímabil Aston Villa í efstu deild.
Liðið er eitt af sex stofnliðum ensku deildarinnar sem er í efstu deild nú. Hin liðinu eru Blackburn Rovers, Bolton Wanderers, Everton, Stoke City og West Brom.
Villa hefur aðeins skorað fimm mörk í síðust níu heimaleikjum sínum gegn Liverpool, og aðeins þrjú í síðustu átta leikjum.
Á síðasta tímabili varð Aston Villa í 6. sæti - besti árangur þeirra í fjögur ár. Þess vegna eru þeir í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sjö ár.
Liverpool var eitt af sex liðum til að vinna á Villa Park í deildinni á síðasta tímabili. Manchester United og Arsenal unnu líka en Chelsea tapaði.
Gabriel Agbonlahor varð fyrsti leikmaðurinn í 11 ár til að skora þrennu á fyrsta degi keppnistímabilsins þegar hann gerði það í 4-2 sigri gegn Manchester City. Annar fyrrum leikmaður Aston Villa, Dion Dublin, var næstur á undan honum.
Á síðasta tímabili skoraði Villa 71 mark í deildinni. Aðeins Manchester United (80) og Arsenal (74) skoruðu fleiri mörk.
Þessi leikur mun sennilega vekja mesta athygli fyrir það að Gareth Barry mun leika með Aston Villa gegn liðinu sem hann reyndi að ganga til liðs við í allt sumar. Annars eru allir heilir í liði Aston Villa meðan Liverpool verður án Steven Gerrard, sem er meiddur á nára, auk þess sem Sami Hyppia er tæpur vegna meiðsla á hnésbótarsin. Á móti eru Javier Mascherano og Lucas komnir aftur eftir að hafa spilað með landsliðum sínum á Ólympíuleikunum.
En að tölfræðinni:
Liverpool hefur alls unnið Aston Villa 78 sinnum í deildinni, Aston Villa hefur unnið 51 sinni og 37 sinnum hefur orðið jafntefli.
Á Villa Park hefur Liverpool unnið 26 sinnum, Aston Villa 37 sinnum og 20 sinnum hefur orðið jafntefli.
Á síðasta tímabili vann Liverpool 2-1 á Villa Park í fyrsta leik sínum í deildinni. Martin Laursen færði Liverpool fyrst forystuna með sjálfsmarki. Gareth Barry jafnaði úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok en á lokamínútunni skoraði Steven Gerrard stórbrotið mark beint úr aukaspyrnu og tryggði Liverpool sigur.
Í leiknum á Anfield gerðu liðin 2-2 jafntefli. Yossi Benayoun tók forystuna fyrir Liverpool en Marlon Harewood jafnaði og síðan skoraði Fabio Aurelio sjálfsmark. Peter Crouch jafnaði svo tveimur mínútum fyrir leikslok.
Síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð hefur Liverpool unnið 17 sinnum, Villa átta sinnum og sjö sinnum hefur orðið jafntefli.
Liverpool hefur ekki tapaði í síðustu tíu deildarleikjum sínum á Villa Park. Síðasta tapið þar kom í febrúar 1998. Michael Owen kom Liverpool þá yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu en Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool, svaraði með tveimur mörkum.
Síðan þá hefur Villa ekki skorað meira en eitt mark í leik gegn Liverpool á Villa Park.
Liverpool hefur aðeins tapað einum af síðustu 19 leikjum sínum gegn Villa í öllum keppnum. Sá ósigur kom í september 2001 þegar Villa vann 3-1 á Anfield. Síðan þá hefur Villa ekki unnið Liverpool í 14 leikjum í röð, þar af 13 í deildinni.
Fernando Torres, Andriy Voronin og Ryan Babel léku sinn fyrsta deildarleik með Liverpool á Villa Park í ágúst í fyrra. Martin Skrtel lék sinn fyrsta leik með Liverpool gegn Villa á Anfield í janúar.
Stærsti sigur Liverpool á Villa Park kom í janúar 1925 þegar þeir unnu 4-1. Síðan þá hefur liðið unnið fjórum sinnum 3-0 á þessum velli - öll skiptin hafa komið eftir mars 1966.
Sjö árum síðar kom stærsta tap Liverpool á Villa Park, 6-1. Þeir hafa fjórum sinnum tapað 5-0.
Síðasti leikmaður Liverpool til að skora þrennu gegn Aston Villa var Michael Owen sem skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik í 3-1 sigri á Anfield í september 2000.
Aðeins tveir leikmenn Liverpool hafa skorað þrennu á Villa Park - Ian Rus í janúar 1984 og Robbie Fowler í nóvember 1998. Tveir aðrir hafa náð að gera það á Anfield - Bobby Graham (1964) og Owen árið 2000.
Síðasti leikmaður Villa til að skora þrennu gegn Liverpool var George Brown í janúar 1932 þegar hann skoraði fjögur mörk í 6-1 sigri Villa.
Fyrsta mark Jamie Carraghers fyrir Liverpool var skorað gegn Villa á Anfield í janúar 1997. Það kom aðeins 10 dögum eftir 19 ára afmælisdag hans.
Jose Reina á 26 ára afmæli á leikdegi.
Þetta er sá útivöllur sem Liverpool hefur gengið best á í ensku úrvaldeildinni. Þeir hafa unnið sjö af sextán leikjum sínum þar.
Liverpool hefur skorað 21 mark í ensku úrvalsdeildinni á þessum velli. Þetta er það næstmesta á öðrum velli en Anfield - þeir hafa skorað einu marki meira á St. James Park.
Liverpool hefur fengið fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni gegn Aston Villa (58) en gegn nokkru öðru liði.
Liverpool er annað af tveimur félögum í ensku úrvalsdeildinni (Chelsea er hitt) og eitt af sjö í öllum fjórum deildunum sem er með fullt hús stiga í deildarleikjum sínum á þessu tímabili.
Ef Liverpool vinnur þennan leik verður það í fyrsta sinn síðan á tímabilinu 1994-95 sem liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni.
Liverpool er ósigraði í síðustu níu deildarleikjum sínum, eða frá tapinu gegn Manchester United í mars, og hafa aðeins tapaði tveimur af síðustu 24 leikjum sínum í deildinni.
Liverpool hefur ekki ennþá spilað leik í deildinni á þessu tímabili þar sem mark hefur verið skorað fyrir 70. mínútu leiksins.
Liðið hefur ekki skorað mark í fyrri hálfleik í síðust átta leikjum sínum. Það síðasta var mark Dirk Kuyt gegn Chelsea í meistaradeildinni á Anfield í apríl. Það kom á 43. mínútu.
Liverpool hefur haldið hreinu í öllum þremur útileikjum sínum í öllum keppnum á þessu tímabili.
Næsta mark Liverpool verður það 400. undir stjórn Rafa Benítez.
Þetta er 98. tímabil Aston Villa í efstu deild.
Liðið er eitt af sex stofnliðum ensku deildarinnar sem er í efstu deild nú. Hin liðinu eru Blackburn Rovers, Bolton Wanderers, Everton, Stoke City og West Brom.
Villa hefur aðeins skorað fimm mörk í síðust níu heimaleikjum sínum gegn Liverpool, og aðeins þrjú í síðustu átta leikjum.
Á síðasta tímabili varð Aston Villa í 6. sæti - besti árangur þeirra í fjögur ár. Þess vegna eru þeir í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sjö ár.
Liverpool var eitt af sex liðum til að vinna á Villa Park í deildinni á síðasta tímabili. Manchester United og Arsenal unnu líka en Chelsea tapaði.
Gabriel Agbonlahor varð fyrsti leikmaðurinn í 11 ár til að skora þrennu á fyrsta degi keppnistímabilsins þegar hann gerði það í 4-2 sigri gegn Manchester City. Annar fyrrum leikmaður Aston Villa, Dion Dublin, var næstur á undan honum.
Á síðasta tímabili skoraði Villa 71 mark í deildinni. Aðeins Manchester United (80) og Arsenal (74) skoruðu fleiri mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan