Fernando hlakkaði til að koma heim!
Fernando Torres hafði hlakkað mikið til að koma heim til Madrídar og spila á sínum gamla heimavelli Vicente Calderon. Sá draumur mun ekki rætast eftir að Atletico Madrid var sett í heimaleikjabann í gær.
Þegar Liverpool drógst í riðli með Atletico Madrid tjáði Fernando Torres fjölmiðlamönnum hversu mjög hann hlakkaði til að spila á gamla heimavellinum sínum.
"Það á eftir að verða mjög sérstök stund fyrir mig að koma til baka og ég er viss um að ég á eftir að njóta hennar. Ég vona að stuðningsmenn Atletico taki vel á móti mér því félagið gaf mér svo margt. En ég gaf Atletico líka mikið. Ég skil þó vel að um leið og leikurinn hefst þá munu stuðningsmennirnir horfa á mig sem keppinaut. Ég mun þó aldrei gleyma öllum árunum sem ég átti hjá félaginu. Það verður ótrúleg tilfinning fyrir mig að stíga út á Vicente Calderon völlinn og hitta gamla liðsfélaga og vini."
Eftir þessi orð þá má vel skilja vonbrigði Fernando Torres að frétta af heimaleikjabanninu. Hann sagði þetta í gær.
"Eftir að hafa beðið svona lengi þá eru þetta verstu og óvæntustu fréttir sem ég gat fengið núna í morgun. Ég er spenntur yfir að koma heim. Ég veit svo sem ekki hvort þetta er endanleg ákvörðun og ég vona að lausn finnist á málinu."
Bannið mun standa. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvar liðin leika.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu