Steve Finnan heldur til Spánar
Írski hægri bakvörðurinn Steve Finnan hefur, samkvæmt vefsíðu Espanyol, verið seldur til félagsins. Salan á Steve mun hafa verið hluti af viðskiptum milli félaganna í dag en Liverpool keypti Albert Riera frá Barcelona liðinu.
Á vefsíðu Espanyol var eftirfarandi tilkynning birt í dag. "Liverpool hefur selt Steve Finnan til Espanyol. Írski landsliðsmaðurinn hefur gert samning til tveggja leiktíða. Steve Finnan er núna með landsliði Írska lýðveldisins en það á að leika við Georgíu á laugardaginn og svo leikur það gegn Svartfellingum á miðvikudaginn þar eftir. Varnarmaðurinn mun svo fara til Liverpool til að sækja föggur sínar og flytjast til Barcelona dagana 14. og 15. september."
Liverpool keypti Steve Finnan frá Fulham sumarið 2003. Írinn var fastamaður í liðinu lengst af ferils síns hjá Liverpool. Reyndar leit allt út fyrir brottför hans frá Liverpool sumarið 2004 en Rafael Benítez ákvað að selja hann ekki og undir stjórn Spánverjans varð hann einn albesti bakvörður í ensku deildinni. Á síðustu leiktíð átti Steve við meiðsli að stríða og missti stöðu sína. Hann hefur ekkert komið við sögu á þessari leiktíð og ekki einu sinni komist á varamannabekkinn.
Steve Finnan lék 217 leiki með Liverpool og skoraði eitt mark. Hann vann fjóra titla hjá Liverpool. Hann varð Evrópumeistari 2005 og vann Stórbikar Evrópu sama ár. Hann vann svo F.A. bikarinn vorið 2006 og Samfélagsskjöldinn þá um sumarið.
Steve Finnan náði ekki að fylla einstakt verðlaunasafn sitt en hann hefur unnið deildartitil í öllum deildum á Englandi nema í efstu deild. Hann gerði sér vonir um að ná að fullkomna safnið hjá Liverpool en það gekk því miður ekki eftir. Við óskum Steve góðs gengis hjá litla liðinu í Barcelona.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum