Torres er markahrókur
Alvaro Arbeloa er hér í viðtali við LFC tímaritið og hann heldur því fram að Fernando Torres eigi eftir að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð.
Alvaro segir að margir leikmenn myndu kannski horfa til baka á afrek sín og hugsa að það væri nú erfitt að gera betur en hann segir að Torres sé einfaldlega að hugsa um að bæta sig statt og stöðugt.
,,Nando er ruglaður," sagði Arbeloa í viðtalinu. ,,Hann er fullviss um að hann geti bætt þann fjölda marka sem hann skoraði á síðustu leiktíð. Ef einhver mun gera það þá er Fernando maðurinn. Hann vill bæta sig endalaust, og eina leiðin fyrir hann að gera það er besta leiðin, að skora fleiri en 33 mörk."
,,Þetta virðist vera ómögulegt takmark - að minnsta kosti sýnist mér það. En hann er svo ótrúlega viss um að hann geti gert þetta. Hann trúir því að hann geti bætt þetta. Ég sagði við hann að það væri hálfgert brjálæði vegna þess að þetta væri mikið af mörkum og önnur lið vita núna betur hvernig þau eiga að kljást við hann."
,,Hann kom mörgum liðum á óvart og þau munu hugsa um leiðir til að stoppa að hann leiki aftur sama leikinn gegn þeim. En að vita að maður þurfi að stöðva hann og að þurfa í raun að stöðva hann eru tveir mismunandi hlutir. Ég veit ekki hvort það er mögulegt að stöðva hann, en við vonum auðvitað að það sé ekki hægt."
Það er ekki auðvelt að sjá Torres bæta sig frá síðustu leiktíð en þá varð hann fyrsti leikmaðurinn síðan Robbie Fowler til að rjúfa 30 marka múrinn. Arbeloa hefur hinsvegar eina eða tvær hugmyndir um hvernig þetta sé hægt.
,,Kannski að Stevie láti hann taka vítaspyrnurnar á tímabilinu !" sagði Arbeloa. ,,En í alvöru talað, ég held að hann hafi skorað mikið af mörkum á Anfield á síðasta tímabili, þannig að hann mun reyna að horfa í það að bæta skorið á útivöllunum."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!