Bréf frá John Arne Riise
Nú á dögunum sendi John Arne Riise frá sér opið bréf til stuðningsmanna Liverpool. Bréfið birtist á vefsíðu Liverpool F.C. Bréfið er hér að neðan.
Kæru aðdáendur Liverpool FC,
Eftir að hafa verið í sjö leiktíðir á Anfield þá er kominn tími til að færa sig um set. Á margan hátt þá er það hvetjandi og spennandi að kynnast kröfum nýrra vinnuveitenda, hitta nýja stuðningsmenn, kynnast nýrri menningu og spila nýja tegund af knattspyrnu. Ég hlakka til nýrra ævintýra en ég held á braut með söknuð í hjarta.
Það er einfaldlega ekki auðvelt að yfirgefa ykkur sem eruð bestu stuðningsmenn í heimi. Ég er búinn að vera hugsa um þetta á næstum hverjum einasta degi í sumar. Eftir sjö dásamleg ár og eftir að hafa spilað meira en 350 leiki með Liverpool þá hef ég ekki haft almennilegt tækifæri til að kveðja ykkur sem ég á svo mikla hvtningu að þakka. Þið hafið alltaf stutt við bakið á mér og liðinu og ég vil að þið vitið hversu mikluvægu hlutverki þið hafið haft að gegna fyrir mig og aðra leikmenn liðsins.
Ég er búinn að þakka félaginu, starfsfólkinu og leikmönnunum og þetta fólk á alltaf eftir að eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Þetta þakkarbréf mitt er svo til ykkar stuðningsmannanna sem hafið staðið við bakið á mér öll þessi ár. Ég mun fylgjast vel með liðinu frá Ítalíu og halda áfram vera í sambandi við marga leikmenn og vini sem ég á í Liverpool.
Ég öðlaðist margar frábæar minningar í rauðu treyjunni og það er ekki rétt að draga einhverja eina út sem þá bestu. Þó hefur staðið upp úr að klæðast rauðu tryjunni á Anfield. Það hafa verið forréttindi að að hafa haft upphafsstafina LFC næst hjarta sínu. Eins og þið allir vitið þá hef ég alltaf verið leikmaður sem hef lagt mig allan fram á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Ég hef alltaf reynt að færa ykkur þá skemmtun sem þið hafið verðskuldað. En jafnvel þegar illa gekk þá voru þið alltaf til staðar fyrir mig og liðið.
Hver einasta mínúta sem ég lék fyrir framan rauða áhorfendaskarann var mér forréttindi. Jafnvel eftir að ég skoraði sjálfsmarkið óheppilega gegn Chelsea, sem gerði drauma okkar að engu í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í apríl síðastliðnum, þá fann ég fyrir stuðningi ykkar og samúð. Hvoru tveggja var raunverulegt og mikilvægt. Þegar ég gekk til liðs við félagið fyrir sjö árum hefði mig ekki getað dreymt, í mínum villtustu draumum, um það ferðalag sem þið allir buðu mér í. Ég verð ykkur alltaf þakklátur fyrir það og þið eigið miklar þakkir skildar.
Ég er fullkomlega einlægur þegar ég segi að ég mun alltaf geyma allar frábæru stundirnar sem við áttum saman ég og stuðningsmennirnar okkar. Þið leikið alltaf svo stórt hlutverk þegar stórleikir eru framundan og mikið er í húfi. Liverpool FC á eftir að eiga margar frábærar stundir, eins og þær sem liðnar eru, í framtíðinni og ég vona að ég eigi eftir að upplifa magnaðar stundir hjá nýja liðinu mínu AS Roma. Ég vona að þið haldið áfram að fylgjast með ferli mínum.
Þess vegna ætla ég ekki að kveðja fyrir fullt og allt heldur áætla að við eigum eftir að hittast. Arrivederci - Walk on!
Ykkar einlægur
John Arne Riise
"Rauðhaus"
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni