| HI
TIL BAKA
Torres gæti náð United - ólíklegt með Gerrard
Góðar líkur eru nú á því að Fernando Torres nái að leika gegn Manchester United um næstu helgi en hann tognaði aftan á læri í síðasta leik. Ólíklegt er hins vegar að Steven Gerrard nái leiknum en hann er nýbyrjaður í léttum æfingum eftir uppskurð á nára.
Liverpool hafði gefið út að Fernando Torres yrði frá í 2-3 vikur, en hann fór af velli eftir hálftíma leik gegn Aston Villa um síðustu helgi eftir að hafa tognað aftan á læri. Þetta hefði þýtt að hann myndi ekki vera með í leiknum gegn Manchester United á laugardag. Læknismeðferðin hefur hins vegar gengið mun betur en von var á, en trúlega verður þó beðið með þá ákvörðun þangað til skömmu fyrir leikinn.
Steven Gerrard er hins vegar ekki sérstaklega vongóður um að vera orðinn góður fyrir leikinn gegn Manchester United. "Það er aðeins of snemmt held ég. En ég á ágæta möguleika á að vera orðinn góður fyrir leikinn gegn Marseille. Ég hef talað við stjórann og sagt honum að ég vilji vera búinn að gera ákveðnar æfingar áður en ég fer að spila. Ég vil ekki fara í svo stóran leik og hafa aðeins náð einni æfingu með strákunum."
Endanleg ákvörðun verður væntanlega ekki tekin fyrr en daginn fyrir leik.
Liverpool hafði gefið út að Fernando Torres yrði frá í 2-3 vikur, en hann fór af velli eftir hálftíma leik gegn Aston Villa um síðustu helgi eftir að hafa tognað aftan á læri. Þetta hefði þýtt að hann myndi ekki vera með í leiknum gegn Manchester United á laugardag. Læknismeðferðin hefur hins vegar gengið mun betur en von var á, en trúlega verður þó beðið með þá ákvörðun þangað til skömmu fyrir leikinn.
Steven Gerrard er hins vegar ekki sérstaklega vongóður um að vera orðinn góður fyrir leikinn gegn Manchester United. "Það er aðeins of snemmt held ég. En ég á ágæta möguleika á að vera orðinn góður fyrir leikinn gegn Marseille. Ég hef talað við stjórann og sagt honum að ég vilji vera búinn að gera ákveðnar æfingar áður en ég fer að spila. Ég vil ekki fara í svo stóran leik og hafa aðeins náð einni æfingu með strákunum."
Endanleg ákvörðun verður væntanlega ekki tekin fyrr en daginn fyrir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan