| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Plessis vonast til að geta endurgoldið Benítez.
Frakkinn ungi, Damien Plessis, hefur vakið hrifningu stuðningsmanna Liverpool síðan hann þeytti óvænt frumraun sína gegn Arsenal undir lok síðasta tímabils og síðan þá hefur hann verið mikið í kringum liðið. Hann segist vilja halda áfram að leggja hart að sér og sína Rafael Benítez hversu megnugur hann er.
"Ég vil spila, spila meir og spila eins mikið og ég get. Markmið mitt er að spila vel fyrir liðið mitt og eiga möguleika á að vera boðaður aftur í u21 árs landslið Frakklands. Það er undir mér komið að gera það sem þarf hjá Liverpool til að halda áfram á þessari braut.
Það góða við Rafael Benítez er að það skiptir hann engu máli hvort leikmaður sé ungur eða ekki. Allir eiga jafngóða möguleika í hans augum." sagði Plessis.
Liverpool mun ferðast til Frakklands þann 16.september og mæta Marseille í Meistaradeild Evrópu og vonast Plessis eftir því að vera í hópnum sem að ferðast til Frakklands?
"Auðvitað! Ég vonast fyrst og fremst eftir því að geta verið hluti af liðinu.
Ég vonaðist eftir því að við myndum mæta Lyon eða Marseille svo ég gæti snúið aftur og spilað í Frakklandi. Þetta er mikil ánægja, en þetta verður þó mjög erfitt.
Marseille sýndu það á Anfield í fyrrra að þeir eru með hættulegt lið. Þeir hafa styrkt sig mikið í sumar og eru á toppnum í deildinni núna, við vitum það mætavel. Leikurinn á Stade Velodrome er skyldusigur því svo mætum við Atletico Madrid og PSV Eindhoven, sem eru einnig mjög sterk lið. Þetta verða hörku rimmur." bætti Plessis við.
"Ég vil spila, spila meir og spila eins mikið og ég get. Markmið mitt er að spila vel fyrir liðið mitt og eiga möguleika á að vera boðaður aftur í u21 árs landslið Frakklands. Það er undir mér komið að gera það sem þarf hjá Liverpool til að halda áfram á þessari braut.
Það góða við Rafael Benítez er að það skiptir hann engu máli hvort leikmaður sé ungur eða ekki. Allir eiga jafngóða möguleika í hans augum." sagði Plessis.
Liverpool mun ferðast til Frakklands þann 16.september og mæta Marseille í Meistaradeild Evrópu og vonast Plessis eftir því að vera í hópnum sem að ferðast til Frakklands?
"Auðvitað! Ég vonast fyrst og fremst eftir því að geta verið hluti af liðinu.
Ég vonaðist eftir því að við myndum mæta Lyon eða Marseille svo ég gæti snúið aftur og spilað í Frakklandi. Þetta er mikil ánægja, en þetta verður þó mjög erfitt.
Marseille sýndu það á Anfield í fyrrra að þeir eru með hættulegt lið. Þeir hafa styrkt sig mikið í sumar og eru á toppnum í deildinni núna, við vitum það mætavel. Leikurinn á Stade Velodrome er skyldusigur því svo mætum við Atletico Madrid og PSV Eindhoven, sem eru einnig mjög sterk lið. Þetta verða hörku rimmur." bætti Plessis við.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan