| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Riera vonast til að sagan endurtaki sig
Albert Riera gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á laugardaginn þegar liðið mætir Manchester United á Anfield. Fyrsti leikur hans fyrir Manchester City, þegar hann var lánsmaður þar á bæ, var einmitt gegn Manchester United og þá fóru blái helmingur Manchester illa með þá rauðu og unnu 3-1 sigur.
"Ég man eftir mínum fyrsta leik fyrir Manchester City sem var grannaslagur og við unnum hann 3-1. Það yrði fullkomið ef sama yrði upp á teningnum þegar ég spila minn fyrsta leik fyrir Liverpool. Af hverju ætti það ekki að gerast?" sagði Riera.
Albert segist vera vel meðvitaður um ríginn sem að ríkir á milli Liverpool og Manchester United. Hann telur að öll spænska þjóðin muni styðja Liverpool til sigurs á laugardaginn.
"Ég veit um ríginn á milli liðana. Manchester United eru Englandsmeistarar og þeir eru, að mati Spánverja, ásamt Liverpool, Arsenal og Chelsea bestu lið Englands. Á Spáni er Liverpool vinsælasta liðið vegna allra spænsku leikmannana sem eru hér."
Riera fluttist til Liverpool fyrir rúmlega viku síðan en hann segist samt vera á meðal vina á Melwood.
"Ég þekki Fernando, Xabi og Pepe frá því að við vorum saman í undir-17 ára -, undir-18 ára- og undir-21 árs landsliðum Spánar. Við erum ekki aðeins samherjar, við erum vinir. Það er svolítið annað með Alvaro Arbeloa vegna þess ég hef aðeins leikið með honum tvisvar í landsliðinu. Ég veit samt hvernig hinir leikmennirnir spila eftir að ég horfði á þá í Meistaradeildinni. Liverpool er lið sem að mikið af fólki hefur gaman af því að horfa á, ekki bara ég."
Gaman yrði ef að sagan myndi endurtaka sig hjá Riera og Liverpool myndi leggja Manchester United að velli. Svona skemmtilegar tilviljanir hafa gerst áður í vetur en Djibril Cissé skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool á White Hart Lane og hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Sunderland á tímabilinu á sama velli, svo hver veit nema Riera gæti orðið happafengur fyrir Liverpool í viðureignini við Manchester United.
"Ég man eftir mínum fyrsta leik fyrir Manchester City sem var grannaslagur og við unnum hann 3-1. Það yrði fullkomið ef sama yrði upp á teningnum þegar ég spila minn fyrsta leik fyrir Liverpool. Af hverju ætti það ekki að gerast?" sagði Riera.
Albert segist vera vel meðvitaður um ríginn sem að ríkir á milli Liverpool og Manchester United. Hann telur að öll spænska þjóðin muni styðja Liverpool til sigurs á laugardaginn.
"Ég veit um ríginn á milli liðana. Manchester United eru Englandsmeistarar og þeir eru, að mati Spánverja, ásamt Liverpool, Arsenal og Chelsea bestu lið Englands. Á Spáni er Liverpool vinsælasta liðið vegna allra spænsku leikmannana sem eru hér."
Riera fluttist til Liverpool fyrir rúmlega viku síðan en hann segist samt vera á meðal vina á Melwood.
"Ég þekki Fernando, Xabi og Pepe frá því að við vorum saman í undir-17 ára -, undir-18 ára- og undir-21 árs landsliðum Spánar. Við erum ekki aðeins samherjar, við erum vinir. Það er svolítið annað með Alvaro Arbeloa vegna þess ég hef aðeins leikið með honum tvisvar í landsliðinu. Ég veit samt hvernig hinir leikmennirnir spila eftir að ég horfði á þá í Meistaradeildinni. Liverpool er lið sem að mikið af fólki hefur gaman af því að horfa á, ekki bara ég."
Gaman yrði ef að sagan myndi endurtaka sig hjá Riera og Liverpool myndi leggja Manchester United að velli. Svona skemmtilegar tilviljanir hafa gerst áður í vetur en Djibril Cissé skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool á White Hart Lane og hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Sunderland á tímabilinu á sama velli, svo hver veit nema Riera gæti orðið happafengur fyrir Liverpool í viðureignini við Manchester United.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan