Rafa býst við miklu af Dossena
Rafa Benítez hvetur Andrea Dossena til að fara að sýna hvers hann er megnugur en þessi ítalski vinstri bakvörður var í byrjunarliði Ítala í 2-0 sigri þeirra á Georgíu á miðvikudagskvöldið. Benítez er ánægður með það hvernig Dossena hefur náð að aðlagast enska boltanum.
Þess má til gamans geta að Dossena á 27 ára afmæli í dag. Dossena hefur verið að spila vel undanfarið ár eða svo og hefur það ekki farið framhjá Marcelo Lippi, landsliðsþjálfara Ítala. Dossena spilaði allar 90 mínúturnar gegn Georgíu og vonast Benítez til þess að það auki sjálfstraustið hjá varnarmanninum.
,,Það er gott að Dossena spilaði fyrir landsliðið vegna þess að það eykur sjálfstraustið hjá honum," sagði Spánverjinn.
,,Við erum ánægðir með hann vegna þess að við vitum að hann er góður leikmaður og hann leggur hart að sér en við vitum einnig að hann getur orðið betri."
,,Hann hefur staðið sig ágætlega hingað til og hann spilaði vel gegn Aston Villa, en ég býst við meiru af honum. Það er ekki auðvelt að koma til nýs lands, spila fyrir nýtt félag og venjast leikstíl þess, en Dossena vill ólmur læra og hann mun verða betri eftir því sem að hann spilar fleiri leiki."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni