Rétti leikurinn fyrir Robbie Keane
Robbie Keane hefur ekki fengið óskabyrjun á ferli sínum með Liverpool. Hann hefur enn ekki skorað eitt einasta mark í og sú staðreynd veldur stuðningsmönnum Liverpool vonbrigðum. Tommy Smith, fyrrum leikmaður Liverpool, telur þó að leikurinn gegn Everton á morgun geti verið eins og hannaður fyrir fyrirliða írska landsliðsins.
"Stuðningsmenn eiga það til að snúast gegn leikmönnum sem ná sér ekki alveg á strik en með áhorfendurnar á The Kop er því öfugt farið. Það er þó ljóst að nokkrum stuðningsmönnum þeirra Rauðu finnst að það ætti að hvíla Robbie Keane til að minnka pressuna á honum. Öðrum finnst að Fernando Torres sé ekki eins skeinuhættur og á síðustu leiktíð með írska landsliðsmanninn sér við hlið. Mér finnst þó að allir ættu að standa við bakið á Robbie og ekki láta gremjuna ná tökum á sér."
"Það geta allir verið vissir um það að Robbie bíður spenntur eftir að leika í sinni fyrstu Merseyside rimmu núna í vikunni. Ég mundi án nokkurs vafa láta hann spila þann leik frekar en að draga hann út úr eldlínunni. Hann hefur auðvitað enn ekki skorað í þeim átta leikjum sem hann er búinn að spila á leiktíðinni en Robbie Keane hefur alltaf verið frábær leikmaður og hann er það ennþá. Það getur því ekki annað verið en tímaspursmál um hvenær hann fer að skila sínu."
"Í svona miklum spennuleikjum þegar eldmóðurinn er ríkjandi og stoltið er í veði þá eru leikmenn með mikinn skapstyrk nauðsynlegir. Það sama gildir um leikmenn sem eru tilbúnir til að berjast þar til yfir lýkur. Robbie sýndi það gegn Manchester United hversu góður hann er í að setja pressu á mótherja þannig að þeir geri mistök. Þessa eiginlega þarf einmitt að nota aftur á Goodison."
Þetta er brot úr grein sem birtist í staðarblaðinu Echo fyrr í vikunni.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni