Jan Kromkamp hrósar gamla liðinu sínu
Jan Kromkamp, fyrrum leikmaður Liverpool, er kominn aftur til Liverpool til að spila þar með hollensku meisturunum PSV Eindhoven annað kvöld. Hann segir lið Liverpool gríðarlega sterkt og geti vel unnið þá tvo titla sem Manchester United vann á síðustu leiktíð.
"Liðið getur alveg unnið Evrópubikarinn og Úrvalsdeildina eins og Manchester United gerði á síðustu leiktíð. Liðið er að minnsta kosti nógu gott til að geta þetta. Reyndar fannst mér, þegar ég spilaði hérna, að hér væri tiltrú á að vinna allar keppnir sem liðið tók þátt í."
Jan hefur fylgst gamla liðinu sínu á leiktíðinni.
"Ég hef séð liðið spila nokkrum sinnum í sjónvarpi á þessari leiktíð og það er greinilega mikið sjálfstraust í liðinu. Mér finnst Steven Gerrard vera einn besti knattspyrnumaður í heimi og það er valinn maður í hverju rúmi í liðinu. Þetta verður því erfiður leikur fyrir okkur. Það er erfitt að finna veikleika í liðinu og það segir sína sögu að liðinu hefur gengið vel í Evrópukeppninni síðustu árin. Vörn liðsins er sterk og það er erfitt að brjóta liðið á bak aftur. En við munum reyna okkar besta."
Jan Kromkamp kom til Liverpool í byrjun árs 2006 en fór til PSV Eindhoven í ágúst sama ár. Hollendingurinn lék 18 leiki með Liverpool. Einn þessara leikja færði honum verðlaunapening en hann var í liði Liverpool sem vann F.A. bikarinn 2006 eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn West Ham United eftir að leik lauk 3:3 eftir framlengingu. Meðfylgjandi mynd er úr leiknum og hér er Jan í baráttu við Yossi Benayoun núverandi leikmann Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!