Robbie á eftir að skora miklu fleiri mörk
Robbie Keane náði loks að opna markareikning sinn fyrir Liverpool gegn PSV Eindhoven á miðvikudagskvöldið. Rafael Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool, telur að Írinn eigi eftir að skora miklu fleiri mörk fyrir Liverpool.
"Ég var mjög ánægður fyrir hönd Robbie. Hann er búinn að leggja mjög hart að sér fyrir okkur og hann verðskuldaði að skora. Núna þegar hann er búinn að skora fyrsta Evrópumarkið fyrir okkur þá vona ég að hann fari að skora fyrsta markið í Úrvalsdeildinni. Ég er handviss um að Robbie á eftir að skora miklu fleiri mörk fyrir okkur í framtíðinni. Þetta var bara byrjunin fyrir hann."
Það tók Robbie Keane drjúgan tíma að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og það var ekki fyrr en í ellefta leik sínum sem hann komst á blað. Það var líka augljóst að Robbie var mikið létt þegar hann var búinn að skora og nú er að vona að fleiri mörk fylgi í kjölfarið!
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna