| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Kynnumst varaliðsmönnunum: Stephen Darby
Hér er fyrsti hlutinn af nýjum lið sem snýst um það að nokkrir af efnilegustu leikmönnum Liverpool sitja fyrir spurningum um líf þeirra í fótboltanum, utan hans og allt þar á milli.
Fyrsti leikmaðurinn er Stephen Darby sem þykir einn sá efnilegasti í varaliði Liverpool, en hann er fyrirliði liðsins og spilar sem hægri bakvörður.
Hann lék í öllum æfingaleikjum Liverpool í sumar og þótti standa sig virkilega vel.
Hverjir eru bestu félagar þínir hjá liðinu?
Við erum nokkrir sem höfum alist upp saman í Akademíunni - þar eru einna helst nöfn eins og Jay Spearing, Robbie Threlfall, Ryan Flynn, Martin Kelly og Craig Lindfield.
Hvaða þrjá hluti tækirðu með þér á eyðieyju?
Fótbolta, símann minn og fartölvu, svo ég gæti spilað Football Manager 2008.
Hvaða liði myndirðu stýra í leiknum?
Stundum er það Liverpool, en stundum finnst mér gaman að vera lið í neðri deildum og reyna svo að byggja það upp.
Hver er þinn uppáhalds matur?
Kjúklinga kurrý, beint úr dollunni.
Hvaða hringingu hefurðu í símanum þínum?
You'll Never Walk Alone.
Þú ert stuðningsmaður Liverpool - manstu eftir fyrsta leiknum sem þú sást?
Það var Liverpool gegn Chelsea - pabbi minn fór með mér þó að hann væri 'blár'. Hann neyddist til þess af því að það var afmælisdagurinn minn. Hann er enn þá 'blár' en hann er bara ekki eins bitur! Seinna fékk ég mér ársmiða ofarlega í Kop stúkunni en ég kemst ekki mikið þangað lengur, við (varaliðið) sitjum allir saman í aðalstúkunni. Maður nær ekki að upplifa allt andrúmsloftið þar og getur ekki sungið og tekið þátt í leiknum þar. Það er þó gott vegna þess að á þessum dögum er ég að fylgjast með leiknum og reyna að greina hreyfingar vissra leikmanna og læra af þeim. Ég sakna þess að sitja í Kop vegna þess að ég hef átt nokkrar frábærar stundir þar. Ég man þegar við spiluðum við Roma - það var magnað kvöld.
Hver hefur verið mesti áhrifavaldurinn á ferli þínum?
Faðir minn, einnig menn eins og Steve Heighway, Dave Shannon og John Owens hjá Akademíunni.
Hvaða tónlist er á iPod-num þínum?
Ég er mikið fyrir að hrista upp í þessu. Það er mikið af gamalli tónlist, síðan smá rapp og R'n'B og danstónlist. Ég elska Summer of '69.
Hver er lengst í sturtunni af ykkur í varaliðinu?
Deano (Dean Bouzanis) – Hann er mikið fyrir því að eyða tíma í að laga á sér hárið.
Spilarðu einhverjar aðrar íþróttir?
Já, golf. Við erum nokkrir sem erum að spila það. Robbie Threlfall spilar og Jay gerir það í eitt og eitt skipti. Steven Irwin og Martin Kelly spila líka en ég verð að segja að ég hafi verið bestur. Ég var með tólf í forgjöf.
Hver er hátindur ferils þíns?
Báðir Unglingaliða bikararnir, en ef ég ætti að velja annan af þeim þá myndi ég velja þann seinni þegar við unnum Manchester United.
Styrkleikar þínir?
Að gera hlutina einfalda.
Veikleikarnir?
Ég verð að bæta mig í sóknarleiknum og í líkamsstyrkt, við erum að gera sérstakar æfingar fyrir það.
Fyrsti leikmaðurinn er Stephen Darby sem þykir einn sá efnilegasti í varaliði Liverpool, en hann er fyrirliði liðsins og spilar sem hægri bakvörður.
Hann lék í öllum æfingaleikjum Liverpool í sumar og þótti standa sig virkilega vel.
Hverjir eru bestu félagar þínir hjá liðinu?
Við erum nokkrir sem höfum alist upp saman í Akademíunni - þar eru einna helst nöfn eins og Jay Spearing, Robbie Threlfall, Ryan Flynn, Martin Kelly og Craig Lindfield.
Hvaða þrjá hluti tækirðu með þér á eyðieyju?
Fótbolta, símann minn og fartölvu, svo ég gæti spilað Football Manager 2008.
Hvaða liði myndirðu stýra í leiknum?
Stundum er það Liverpool, en stundum finnst mér gaman að vera lið í neðri deildum og reyna svo að byggja það upp.
Hver er þinn uppáhalds matur?
Kjúklinga kurrý, beint úr dollunni.
Hvaða hringingu hefurðu í símanum þínum?
You'll Never Walk Alone.
Þú ert stuðningsmaður Liverpool - manstu eftir fyrsta leiknum sem þú sást?
Það var Liverpool gegn Chelsea - pabbi minn fór með mér þó að hann væri 'blár'. Hann neyddist til þess af því að það var afmælisdagurinn minn. Hann er enn þá 'blár' en hann er bara ekki eins bitur! Seinna fékk ég mér ársmiða ofarlega í Kop stúkunni en ég kemst ekki mikið þangað lengur, við (varaliðið) sitjum allir saman í aðalstúkunni. Maður nær ekki að upplifa allt andrúmsloftið þar og getur ekki sungið og tekið þátt í leiknum þar. Það er þó gott vegna þess að á þessum dögum er ég að fylgjast með leiknum og reyna að greina hreyfingar vissra leikmanna og læra af þeim. Ég sakna þess að sitja í Kop vegna þess að ég hef átt nokkrar frábærar stundir þar. Ég man þegar við spiluðum við Roma - það var magnað kvöld.
Hver hefur verið mesti áhrifavaldurinn á ferli þínum?
Faðir minn, einnig menn eins og Steve Heighway, Dave Shannon og John Owens hjá Akademíunni.
Hvaða tónlist er á iPod-num þínum?
Ég er mikið fyrir að hrista upp í þessu. Það er mikið af gamalli tónlist, síðan smá rapp og R'n'B og danstónlist. Ég elska Summer of '69.
Hver er lengst í sturtunni af ykkur í varaliðinu?
Deano (Dean Bouzanis) – Hann er mikið fyrir því að eyða tíma í að laga á sér hárið.
Spilarðu einhverjar aðrar íþróttir?
Já, golf. Við erum nokkrir sem erum að spila það. Robbie Threlfall spilar og Jay gerir það í eitt og eitt skipti. Steven Irwin og Martin Kelly spila líka en ég verð að segja að ég hafi verið bestur. Ég var með tólf í forgjöf.
Hver er hátindur ferils þíns?
Báðir Unglingaliða bikararnir, en ef ég ætti að velja annan af þeim þá myndi ég velja þann seinni þegar við unnum Manchester United.
Styrkleikar þínir?
Að gera hlutina einfalda.
Veikleikarnir?
Ég verð að bæta mig í sóknarleiknum og í líkamsstyrkt, við erum að gera sérstakar æfingar fyrir það.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan