Atletico mega ekki leika á heimavelli *Uppfært
Knattspyrnusamband Evrópu hefur úrskurðað að Atletico Madrid verða að leika næstu tvo heimaleiki í Meistaradeildinni a.m.k. 300 km frá heimavelli þeirra. Þetta kemur til vegna óláta stuðningsmanna þeirra í heimaleiknum gegn Marseille í síðustu umferð.
Þá hefur þjálfari þeirra, Javier Aguirre, verið bannað að stjórna liðinu í næstu tveimur leikjum sem eru einmitt gegn Liverpool, heima og heiman. Aguirre á að hafa móðgað Mathieu Valbuena leikmann Marseille í leiknum umrædda.
Atletico voru ákærðir fyrir skipulagsleysi sem leiddi til þess að áhorfendur voru í hættu, einnig voru þeir ákærðir fyrir hegðun sinna eigin stuðningsmanna og var félagið sektað um 150.000 evrur vegna þessa.
Líklega mun spænska félagið áfrýja þessum dómi og hafa þeir frest fram á föstudaginn til þess.
Talsmaður Liverpool sagði: ,,Við erum að vinna náið með UEFA vegna þessa og um leið og þeir hafa einhverjar upplýsingar handa okkur þá munum við koma þeim áfram til okkar stuðningsmanna."
Skv. þessu er því ljóst að Fernando Torres mun ekki spila á sínum gamla heimavelli. Aðeins er rúm vika þar til leikurinn á að fara fram og því má segja að þetta komi sér illa fyrir þá stuðningsmenn Liverpool sem voru búnir að bóka flug til Madrid og gistingu í borginni vegna leiksins. Vonandi leysist þó málið farsællega fyrir þá.
Rick Parry sagði í viðtali á opinberu heimasíðu félagsins að þeir hafi sent fyrirspurn til UEFA vegna þess hversu stuttur fyrirvari er á þessari breytingu. ,,Svo ekki sé meira sagt þá kemur þessi ákvörðun frekar seint. Það eru 3.000 stuðningsmenn okkar sem ætla að fara á völlinn og við höfum miklar áhyggjur af þeim, mikill meirihluti þeirra er nú þegar búinn að ganga frá sínum ferðum."
,,Ef leikurinn fer fram a.m.k. 300 kílómetrum frá Madrid þá mun það hafa gríðarleg áhrif, óþægindi og aukakostnað í för með sér fyrir stuðningsmennina. Knattspyrnusambandið verður að taka þarfir stuðningsmannana með í reikninginn þegar þeir taka svona ákvörðun eins og þeir tilkynntu."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum