Verðum að vera einbeittir
Rafa Benítez áréttar það við leikmenn sína að þeir haldi einbeitingu og hugsi bara um einn leik í einu til þess að halda áfram að gera atlögu að titlinum. Leikið er gegn Wigan á Anfield á morgun.
Leikmenn Liverpool reyna að byggja á góðri byrjun á tímabilinu en liðið er enn ósigrað í deildinni. Benítez vill hinsvegar ekki gleyma sér í velgengninni og vill að leikmenn sínir einbeiti sér að næstu þremur stigum.
,,við verðum að einbeita okkur í þessum leik og þannig er það bara. Það er mikilvægt að hugsa um næstu þrjú stig og sjá svo hvað gerist eftir það. Leikirnir eftir landsleikjahléin eru alltaf hættulegir og allir vita að við þurfum að vinna."
,,Við vitum að við erum á toppnum og að við erum í góðri stöðu, við viljum halda okkur þar. En við verðum að einbeita okkur og taka einn leik í einu vegna þess að ef maður talar of mikið um næstu leiki þá missir maður einbeitinguna."
,,Við vitum að Wigan eru að spila vel um þessar mundir. Þeir eru líkamlega sterkir, en þeir eru líka að spila góðan fótbolta, þetta er því eins með aðra leiki í Úrvalsdeildinni, við vitum að þetta verður erfitt. Ég tel að við höfum nógu mikil gæði til að sigra Wigan, og eftir það hugsum við um aðra leiki."
Það er ljóst að Fernando Torres missir af þessum leik og þeir Ryan Babel, Javier Mascherano og Lucas Leiva eru einnig allir tæpir og ekki vitað hvort þeir spili með.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!