Fernando boðið heiðurssæti en verður heima
Fernando Torres fær heiðurssæti á sínum gamla heimavelli þegar núverandi og fyrrverandi liðin hans leiða saman hesta sína í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Fernando getur því miður ekki leikið vegna meiðsla eins og hann hafði vonast eftir þegar liðin drógust saman í riðli. En það verður vel hugsað um hann á Vicente Calderón og hann fær heiðurssæti í stúkunni.
Enrique Cerezo, talsmaður Atletico, sagði þetta um fyrrum hetju liðsins. “Fernando Torres er leikmaður sem er fæddur og uppalinn hjá Atletico Madrid. Hann er enn hafður í hávegum hjá öllum hérna og við fylgjumst vel með því hvernig honum vegnar. Það var mjög óheppilegt að hann skyldi meiðast því ég hefði viljað að hann hefði spilað hérna. En við munum bjóða honum heiðurssæti þegar leikurinn fer fram því hann á heima hérna hjá Atletico."
Það var svo tilkynnt í dag að Fernando myndi afþakka þetta góða boð. Rafael Benítez sagði að læknalið Liverpool hefði ákveðið í samráði við Fernando að tímanum væri betur varið í endurhæfingu á Melwood frekar en að fara til Madrídar. Fernando verður því heima þegar félagar hans fara til Spánar.
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 5. kapítuli -
| Heimir Eyvindarson
Evrópudraumurinn úti -
| Sf. Gutt
Ekki annað í boði en að taka ábyrgð! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 4. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli