Agger ánægður með sigurinn
Daniel Agger var sennilega manna ánægðastur með sigurinn gegn Wigan á laugardaginn en miðvörðurinn sterki gaf egypska framherjanum Amr Zaki mark á silfurfati. Hann bætti þó fyrir mistökin með því að leggja upp mark.
,,Ég var ánægður með að byrja í leiknum gegn Wigan, ég hef verið að bíða eftir þessu. Þetta voru heimskuleg mistök í fyrsta markinu þeirra, en svona er fótboltinn og maður má ekki hugsa of mikið um svona hluti - maður verður að halda áfram."
,,Sem betur fer tókst okkur að vinna leikinn 3-2 og ég er auðvitað mjög ánægður með það."
Varðandi fyrsta mark leiksins sagði Agger: ,,Þetta var smá misskilningur og ég heyrði ekki neitt en þetta voru mín mistök og ég get ekki sagt meira um þau. Laugardagurinn var mér erfiður, mjög erfiður. Auðvitað er langt síðan ég spilaði síðast þannig að ég verð að venjast þessu og bæta mig svo."
Agger skeiðaði upp völlinn og lagði upp mark fyrir Dirk Kuyt eftir laglegt samspil við Andrea Dossena á vinstri kantinum. Hann viðurkennir að hann reyni oft að leggja upp mörk fyrir liðsfélaga sína en hann sagðist þó hafa verið of þreyttur í síðari hálfleik til þess að sækja fram völlinn.
,,Ég reyni alltaf að sækja fram og búa til hluti. Í leiknum gerði ég meira af því í fyrri hálfleik en í þeim síðari gat ég varla hreyft mig því ég var svo þreyttur. Það væri gaman svona einu sinni að ná að skora snemma því þá þýðir það kannski að við þurfum ekki að leggja svona mikið á okkur."
,,Sú staðreynd að Wigan komst tvisvar yfir í leiknum þýddi að við þurftum allir að leggja mun harðar að okkur, allir voru að hlaupa mikið. Allir voru því þreyttir eftir leikinn en það væri skemmtilegra ef við gerðum okkur lífið léttara sjálfir. Ef maður nær hinsvegar að vinna þessa leiki án þess að spila mjög vel þá sýnir það bara hversu öflugir við erum."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni