Liðsheildin er lykillinn
Albert Riera segir að liðsheildin og sá andi sem sé í leikmannahópnum geti orðið til þess að Liverpool standi uppi sem sigurvegarar á Vicente Calderon leikvanginum í Madrid í kvöld.
Riera bendir á að ekki vanti góða leikmenn í lið Atletico en þarna eru leikmenn eins og Sergio Aguero, Simao, Diego Forlan og Maniche að ógleymdum Luis Garcia. En hann hefur trú á því að sterkur karakter leikmanna Liverpool geti hjálpað þeim að komast nær því að tryggja sig áfram úr D-riðli Meistaradeildarinnar.
,,Atletico hafa styrkt sig mikið og þeir eru eitt stærsta félagið á Spáni núna," segir Riera. ,,Þeir eru mun betri, og þegar maður hefur trú á því að maður geti staðið sig gegn stóru liðunum þá hefur það mikil og góð áhrif á sjálfstraustið. Það sem þeir hafa hinsvegar ekki miðað við okkur er að þeir reiða sig meira á einstaklingsframtakið fremur en liðsheildina. Þeir eru á góðri leið með að ná saman sem hópur, en velgengni þeirra hingað til er að mestu að þakka einstaklingsframtakinu."
,,En þó svo að þeir treysti meira á einstaklinga innan hópsins þá eru þeir samt þéttur hópur. Við eigum einnig frábæra einstaklinga, en fyrst og síðast erum við lið. Það er ekki hægt að vanmeta mikilvægi þess, og það hefur reynst okkur virkilega vel."
,,Atletico eru sterkir framávið og hafa líklega eina bestu framherja spænsku deildarinnar í Sergio Aguero og Diego Forlan. Þeir eru einnig sterkari í vörninni núna, en ég er viss um að liðsandinn hjá okkur geti orðið til þess að við vinnum sigur."
Ekkert enskt lið hefur sigrað á Vicente Calderon vellinum og segir Riera að leikmenn Liverpool verði að spila eins vel og þeir geta ef þeir ætli sér að breyta því.
,,Andrúmsloftið verður frábært og þetta verður mjög sérstök stund fyrir spænsku leikmennina hjá félaginu. Okkur hlakkar öllum mikið til, og við ætlum okkur ekkert annað en þrjú stig. Maður verður að hrósa Atletico fyrir það hversu sterkir þeir eru núna eftir að hafa verið svo lengi í skugganum af Real Madrid. Það er ekki auðvelt að vera í stórri borg og leikmenn annars félagsins eru alltaf í einhverskonar aukahlutverki miðað við leikmenn nágrannaliðsins."
,,Ég veit hvernig þetta er eftir að hafa spilað með Espanyol þar sem allt snerist í raun um Barcelona. Fólk hugsar ekki mikið um litla liðið en það er svo sennilega farið að taka eftir Atletico núna."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum