Engin hefndarför
Xabi Alonso segir að leikmenn Liverpool gangi ekki út á Stamford Bridge á sunnudaginn með hefnd í huga eftir tapið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í vor. Nú sé nýtt tímabil með nýjum leikmönnum í báðum liðum.
Þó svo að tapið í apríl hafi verið sárt segir Alonso að leikmenn Liverpool muni aðeins hugsa um framtíðina. Síðasti leikur liðsins gegn Chelsea endaði í sáru 3-2 tapi sem þýddi að þeir bláu spiluðu til úrslita í Meistaradeildinni. Alonso segir að leikurinn á sunnudaginn skipti einungis máli í titilbaráttunni.
,,Það sem gerðist gegn Chelsea á síðasta tímabili mun ekki hafa áhrif í þessum leik, ég er viss um það," sagði Alonso en búist er við því að hann stjórni miðjuspili liðsins á sunnudaginn.
,,Þetta er annað tímabil, það eru aðrir leikmenn í báðum liðum, Chelsea eru komnir með nýjan stjóra og við getum aðeins einbeitt okkur að því sem gerist í þessum leik. Við munum ekki undirbúa okkur undir leikinn með undanúrslitin í Meistaradeildinni á síðasta tímabili í huga og við munum ekki nota þann leik til þess að hvetja okkur áfram."
,,Ég held að það sé ekki hægt að bera saman þennan leik og það sem gerðist á Stamford Bridge á síðasta tímabili. Þetta er nýtt tímabil og bæði lið eru með ný markmið sem þau einbeita sér að, allt getur gerst á sunnudaginn."
Bæði lið mæta til leiks ósigruð í deildinni og vilja auðvitað verja þann árangur. Liverpool hafa aðeins tapað fjórum síðustu 47 leikjum í deildinni.
,,Við munum ekki óttast það að fara á Stamford Bridge," sagði Alonso. ,,Við berum virðingu fyrir þeim sem gott lið en við erum fullir sjálfstrausts og höfum trú á því að við getum sigrað. Þeir hafa spilað vel undanfarnar vikur og við búumst við erfiðum leik, en við förum inní hvern leik með von um sigur og sunnudagurinn verður ekkert öðruvísi."
Fjórir af sex sigrum liðsins í deildinni hafa komið eftir að liðið hefur lent undir en Alonso segir að leikmenn megi ekki byrja leikinn illa.
,,Það sem við höfum ekki efni á að gera gegn Chelsea er að byrja rólega eins og við höfum gert í nokkrum leikjum," segir hann. ,,við þurfum að einbeita okkur að fullu í 90 mínútur vegna þess að gæði leikmanna þeira þýðir að þeir geti refsað okkur hvenær sem er. Það verður mikill missir af Fernando Torres en við komumst af án hans, við verðum að gera það, og við höfum sýnt fram á meiri breidd í okkar hóp og meira sjálfstraust en við höfum áður gert."
,,Eftir úrslit leikja okkar á tímabilinu höfum við rétt á því að vera fullir sjálfstraust."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni