Mark spáir í spilin
Á sunnudaginn fer fram hreinræktaður toppslagur á Englandi. Liverpool heldur suður til London og leikur við Chelsea. Liðin eru jöfn að stigum á toppnum og ósigruð. Ekki er óeðlilegt að margir telji að hér verði eitthvað undan að láta. Liðin hafa háð margar rimmur síðustu árin og í liðunum gjörþekkja menn hvora aðra. Við sjáum hvað setur en það verður ekkert gefið eftir í rimmunni á Stamford Bridge.
Fróðleiksmolar frá BBC
- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Chelsea.
- Liverpool hefur ekki tapað í síðustu 15 deildarleikjum.
- Chelsea hefur ekki tapað í síðustu 29 deildarleikjum.
- Chelsea hefur leikið 86 deildarleiki í röð á Stamford Bridge án þess að tapa. Þetta er Englandsmet.
- Liverpool hefur fimm sinnum á leiktíðinni unnið leiki eftir að hafa lent undir.
- Markið sem Dirk Kuyt skoraði í fyrri hálfleiknum í 3:2 sigri á Wigan um síðustu helgi var fyrsta deildarmarkið sem Liverpool skoraði í fyrri hálfleik á þessari leiktíð.
- Einn fyrrum leikmaður Liverpool er hjá Chelsea. Þetta er Nicolas Anelka. Hann lék sem lánsmaður hjá Liverpool á leiktíðinni 2001/02. Hann lék 22 leiki með Liverpool og skoraði fimm mörk.
- Liverpool og Chelsea eru einu liðin í efstu deild sem ekki hafa tapað leik á leiktíðinni.
- Leikur liðanna á Stamford Bridge á síðustu leiktíð. 18. febrúar 2008. Chelsea : Liverpool. 0:0.
Spá Mark Lawrenson
Chelsea v Liverpool
Ég held að þetta sé alveg bókað jafntefli. Liverpool vann Manchester United nýlega svo ég held að þeir verði ánægðir með jafntefli á Stamford Bridge. Rafael Benítez mun örugglega setja fimm menn á miðjuna til að stöðva bakverði Chelsea þá Jose Boswinga og Ashley Cole. Það verður ekkert mark skorað en við getum átt von á tíðindamiklum leik. Dómarinn þarf að vera mjög strangur.
Úrskurður: Chelsea v Liverpool 0:0.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!