| Ólafur Haukur Tómasson
Liverpool mun vera án Fernando Torres í leiknum gegn Portsmouth annað kvöld, en það verður fjórði leikurinn sem hann missir af eftir að hafa meiðst í landsleik fyrr í mánuðinum. Liðið var án Fernando í sigrunum á Chelsea og Wigan í Úrvalsdeildinni sem og í janfteflisleiknum gegn Atletico Madrid.
"Það er ekki langt í Fernando. Kanski verður hann í lagi fyrir helgina, en hann mun ekki geta spilað á morgun. Við munum skoða hvernig hann verður á næstu tveimur til þremur dögum áður en við ákveðum okkur fyrir laugardaginn.
Við lentum í smá vandræðum eftir Chelsea leikinn. Eins og margir vita þá átti Keane í smá meiðslum fyrir leikinn og í leiknum þá urðu Kuyt og Alonso fyrir smá meiðslum. Við munum þurfa að skoða með þá en ég tel að þeir verði í lagi fyrir leikinn gegn Portsmouth." sagði Rafael Benítez.
Fernando Torres hefur misst af leikjunum gegn Manchester United og Chelsea í vetur, en Liverpool vann báða þessa leiki og sýnir það hversu gífurlegur styrkur er kominn í liðið sem að situr á toppi deildarinnar.
TIL BAKA
Torres mun ekki spila á morgun

"Það er ekki langt í Fernando. Kanski verður hann í lagi fyrir helgina, en hann mun ekki geta spilað á morgun. Við munum skoða hvernig hann verður á næstu tveimur til þremur dögum áður en við ákveðum okkur fyrir laugardaginn.
Við lentum í smá vandræðum eftir Chelsea leikinn. Eins og margir vita þá átti Keane í smá meiðslum fyrir leikinn og í leiknum þá urðu Kuyt og Alonso fyrir smá meiðslum. Við munum þurfa að skoða með þá en ég tel að þeir verði í lagi fyrir leikinn gegn Portsmouth." sagði Rafael Benítez.
Fernando Torres hefur misst af leikjunum gegn Manchester United og Chelsea í vetur, en Liverpool vann báða þessa leiki og sýnir það hversu gífurlegur styrkur er kominn í liðið sem að situr á toppi deildarinnar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan