| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Sláum heimavallarmet Chelsea!
Sigur Liverpool á Chelsea batt enda á ótrúlega sigurgöngu þeirra á Stamford Bridge leikvanginum, en þeir voru ósigraðir þar í 86 leiki eða í um það bil fjögur og hálft ár. Liverpool leitast nú til að slá met þeirra en nú er Liverpool ósigraðir í 15 leikjum á heimavelli.
Albert Riera, sem að hefur náð að heilla margan stuðningsmann Liverpool síðan hann kom til liðs við félagið í sumar, vill að Liverpool fari nú og slái met Chelsea.
"Kannski unnum við besta liðið í Evrópu þessa dagana. Þeir hafa byrjað tímabilið mjög vel. Þeir voru ósigraðir í fjögur ár á heimavelli og við erum ánægðir með að hafa bundið enda á sigurgöngu þeirra.
Nú viljum við gera okkar eigið met. Þetta er besta byrjun sem að Liverpool hefur átt í Úrvalsdeildinni og við viljum halda því áfram. Það er mjög erfitt að gera met eins og Chelsea gerðu. Það er ótrúlegt að leika 86 heimaleiki án þess að tapa.
Maður spilar oftast nær á þriggja daga fresti og það eru fullt af leikjum. Það er alltaf líka eitthvað sem að knýr lið áfram þegar þau spila gegn liðum eins og Chelsea og Liverpool. En við munum reyna, og þá sérstaklega á heimavelli vegna þess að það er mjög mikilvægt að vinna heimaleikina sína." sagði Albert Riera.
Riera hefur byrjað feril sinn á Anfield mjög vel og er þegar búinn að skora sitt fyrsta mark sitt fyrir félagið en það kom með góðu skoti gegn Wigan á Anfield Road. Hann var einnig valinn í landsliðshóp Spánar í síðustu landsleikjum og því eiga Liverpool fimm landsliðsmenn í liði Evrópumeistaraliði Spánar.
Albert Riera, sem að hefur náð að heilla margan stuðningsmann Liverpool síðan hann kom til liðs við félagið í sumar, vill að Liverpool fari nú og slái met Chelsea.
"Kannski unnum við besta liðið í Evrópu þessa dagana. Þeir hafa byrjað tímabilið mjög vel. Þeir voru ósigraðir í fjögur ár á heimavelli og við erum ánægðir með að hafa bundið enda á sigurgöngu þeirra.
Nú viljum við gera okkar eigið met. Þetta er besta byrjun sem að Liverpool hefur átt í Úrvalsdeildinni og við viljum halda því áfram. Það er mjög erfitt að gera met eins og Chelsea gerðu. Það er ótrúlegt að leika 86 heimaleiki án þess að tapa.
Maður spilar oftast nær á þriggja daga fresti og það eru fullt af leikjum. Það er alltaf líka eitthvað sem að knýr lið áfram þegar þau spila gegn liðum eins og Chelsea og Liverpool. En við munum reyna, og þá sérstaklega á heimavelli vegna þess að það er mjög mikilvægt að vinna heimaleikina sína." sagði Albert Riera.
Riera hefur byrjað feril sinn á Anfield mjög vel og er þegar búinn að skora sitt fyrsta mark sitt fyrir félagið en það kom með góðu skoti gegn Wigan á Anfield Road. Hann var einnig valinn í landsliðshóp Spánar í síðustu landsleikjum og því eiga Liverpool fimm landsliðsmenn í liði Evrópumeistaraliði Spánar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan