Peter vonar að Liverpool verði Englandsmeistari
Peter Crouch mætti sínum gömlu félögum í Liverpool í gærkvöldi. Honum var vel tekið á Anfield Road af áhorfendum og fyrrum félögum. Hann vonast til þess að gamla liðið hans vinni enska meistaratitilinn á þessari leiktíð.
"Það var frábært að koma aftur á Anfield. Ég á virkilega góðar minningar frá því ég spilaði þar. Það hefði þó verið töluvert skemmtilegra að vinna hérna eða að minnsta kosti ná einu stig. En það var gott að koma aftur hingað því þá fékk ég tækifæri til að kveðja ýmsa sem ég gat ekki kvatt þegar ég gekk til liðs við Pompey í sumar."
Fyrir leikinn sagði Peter að hann hlakkaði mikið til að koma aftur til Liverpool og leika á Anfield Road.
"Ég hlakka mikið til að koma aftur hingað. Ég held að menn átti sig ekki á því hversu stórt þetta félag er nema maður hafi spilað hérna. Ég spilaði hérna í þrjár leiktíðir og þegar ég lít til baka hugsa ég að sá tími, sem ég var hérna, hafi verið sá besti á ferli mínum. Ég á enn marga vini hérna hjá félaginu og ég hlakka til að hitta þá. Liðið er núna í efsta sæti deildarinnar og ég myndi fyrir alla muni vilja vinna sigur í leiknum. En ég vona samt að Liverpool vinni deildina."
Peter Crouch barðist vel í leiknum í gærkvöldi en fyrrum félagar hans gáfu honum lítið svigrúm. Sami Hyypia gætti hans sérlega vel og sýndi að hann veit alveg hvernig á að leika á móti Peter! Liverpool hafði sigur og Peter fór tómhentur til Portsmouth. Honum verður samt vonandi að ósk sinni um að Liverpool verði Englandsmeistari í vor!
Peter Crouch lék 134 leiki með Liverpool og skoraði 42 mörk frá 2005 til 2008. Hann vann F.A. bikarinn og Skjöldinn með Liverpool árið 2006.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!