Verðum að vera beittari
Rafa Benítez viðurkennir að leikmenn sínir verði að vera beittari fyrir framan mark andstæðinganna til þess að klára leiki. Líklega hefði leikurinn við Tottenham endað öðruvísi ef færin hefðu verið nýtt.
Benítez er þó ánægður með hvernig lið sitt spilar, hann vill sjá leikmenn sína klára leiki fyrr og telur að endurkoma Fernando Torres gæti hjálpað til við það.
,,Við erum að spila vel og höfum mikið sjálfstraust," sagði Benítez.
,,Atletico Madrid eru með gott lið. Ef maður vill nálgast leikinn með réttu hugarfari þá þarf maður að vita að þeir eiga góða leikmenn. Restin af liðinu er að reyna að sækja, skora mörk og stjórna leikjum. En ég held að stundum verðum við að vera beittari fyrir framan markið."
,,Ég er ánægður með sóknarmennina sem hafa verið að spila og við höfum verið að sigra án Fernando. En hann er öðruvísi leikmaður sem gefur okkur annan möguleika. Hann getur búið til pláss og skorað mörk, vonandi verður hann því tiltækur aftur."
,,Hann æfði í dag og var í lagi en þetta var ekki erfið æfing. Eins og ég hef áður sagt þá er hann 70% klár fyrir leikinn. Hann var að gera næstum allt, en við sjáum til hvernig honum líður á morgun. Þetta verður ákvörðun milli mín og hans. Það fer eftir honum sjálfum, ef hann hefur trú á því að geta spilað þá getum við tekið áhættuna."
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin