Fernando gæti leikið í kvöld
Það er möguleiki á að Fernando Torres verði orðinn leikfær þannig að hann geti leikið með Liverpool gegn Atletico Madrid, sínu gamla félagi, á Anfield Road í kvöld.
Fernando tognaði aftan á læri í Belgíu, í síðasta mánuði, í leik með spænska landsliðinu. Hann hefur ekki leikið síðan og missti af fyrri leik Liverpool og Atletico í Madríd á dögunum. Það voru honum og stuðningsmönnum beggja liða mikil vonbrigði. En nú er útlit fyrir að "Strákurinn" gæti komið við sögu í kvöld. Rafael Benítez hafði þetta að segja um heilsufar landa síns í gær.
"Fernando er búinn að leggja geysilega hart að sér við að ná bata með sjúkraþjálfurunum. Hann æfði í gær og hann mun æfa aftur í dag. Vð sjáum svo til hvort hann verður leikfær. Ég myndi segja að það séu 70 prósent líkur á því að hann komi við sögu í leiknum."
Rafael veit hvað Fernando er mikið í mun að taka þátt í leiknum í kvöld.
"Atletico Madrid var félagið sem hann spilaði fyrst með og núna er spilar hann með Liverpool. Þetta eru bæði merkileg félög sem eiga sér marga aðdáendur. Aðdáendur beggja félaganna eiga það sameiginlegt að dá hann og dýrka og því er honum mikið í mun að taka þátt í þessum leik."
Líklega vonast allir stuðningsmenn Liverpool og Atletico Madrid eftir því að fá að berja Fernando Torres augum í kvöld. Við vonum að hann verði orðinn leikfær svo óskirnar rætist.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!