Steven segir rétt hafa verið dæmt
Steven Gerrard tók vítaspyrnu á lokaandartökum leiks Liverpool og Atletico Madrid í gærkvöldi. Hann skoraði af miklu öryggi og markið færði Liverpool jafntefli. Vítaspyrnan var umdeild en Steven segir rétt hafa verið dæmt. Hann hafði þetta að segja eftir leikinn.
"Það var réttilega dæmd vítaspyrna. Ég hef þó ekki séð atvikið og þyrfti þess en mér fannst þetta vera vítaspyrna. Ég var fyrri til að boltanum og hann ýtti á bakið á mér. Ef þetta hefði gerst úti á vellinum hefði verið dæmd aukaspyrna og þess vegna átti að dæma vítaspyrnu."
Leikmenn Atletico Madrid urðu fjúkandi reiðir þegar vítaspyrnann var dæmd enda virtust sakir litlar þegar spyrnan var dæmd.
"Ég skil vel vonbrigði þeirra því það var svo stutt eftir af leiknum. Við hefðum líka orðið brjálaðir ef þetta hefði gerst hinu megin á vellinum. En svona er knattspyrnan og lífið heldur áfram. Þetta voru góð úrslit því við náðum mikilvægu stigi. Góð lið tapa sjaldan tveimur leikjum í röð og þess vegna var mikilvægt að ná einhverju út úr þessum leik. Við lékum ekki vel í fyrri hálfleik og við vissum það vel. Við jukum hraðann eftir leikhlé og sóttum fastar að þeim. Við sýndum mikinn skapstyrk í kvöld og við verðum að byggja á honum í næsta deildarleik okkar."
Þetta var 29. Evrópumarkið sem Steven Gerrard skorar fyrir Liverpool og hann heldur áfram að bæta félagsmet sitt í Evrópumarkaskorun. Það verður að teljast frábært afrek hjá miðjumanni að eiga svona félagsmet.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!