Gerrard hefur stáltaugar
Rafa Benítez segir að Steven Gerrard hafi stáltaugar og hrósar honum fyrir að stíga fram og jafna metin í vítaspyrnu gegn Atletico Madrid í uppbótartíma.
Í síðasta heimaleik liðsins gegn Portsmouth var einnig dæmd vítaspyrna sem Steven nýtti, sú vítaspyrna dugði til sigurs en jöfnunarmarkið gegn Atletico var ekki síður mikilvægara.
Rafael Benítez sagði þetta eftir leikinn. ,,Steven Gerrard er með stáltaugar, hann hefur mikla trú á því sem hann gerir úti á vellinum. Við vitum að í mikilvægum leikjum getur hann skorað undir lokin. Að þessu sinni var þetta vítaspyrna, eins og gegn Portsmouth. Ég hef alltaf mikla trú á því að hann sé nógu rólegur til að skora undir svona pressu."
,,Hann gerir vel þegar hann æfir vítaspyrnur gegn Pepe Reina og Diego Cavalieri og við höfum því allir trú á honum."
Steven Gerrard viðurkenndi sjálfur að þetta hafi verið spennuþrungin stund og bætti við: ,,Ég var bara að reyna að einbeita mér og blokka allt annað út. Ég ákvað hvar ég ætlaði að setja boltann og hélt mig við það. Það var góð tilfinning að skora fyrir framan Kop stúkuna í lok leiksins. Það varð allt brjálað þegar vítaspyrnan var dæmd og ég hafði því góðan tíma til að ákveða mig hvar ég myndi setja boltann."
,,Venjulega vil ég bara drífa spyrnuna af en leikmenn þeirra voru að kvarta yfir dómnum og ég þurfti að bíða. En ég var kaldur og setti boltann ákkúrat þar sem ég ætlaði mér."
Eftir tvö 1-1 jafntefli gegn Atletico í röð eru bæði lið jöfn í efsta sæti D-riðils Meistaradeildarinnar.
Gerrard sagði: ,,Það kom okkur ekkert á óvart hversu vel þeir spiluðu, þeir eru með marga heimsklassaleikmenn og eru frábærir í skyndisóknum. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir með leikstíl sem mörg lið hafa notað gegn okkur á Anfield á þessu tímabili. Við þurftum að gefa í eftir hálfleik og við uppskárum eftir því."
,,Við vorum ekki nógu ánægðir með frammistöðu okkar í fyrri hálfleik. Við þurftum að spila hraðar og mér fannst við betri í seinni hálfleik og við reyndum og reyndum og fengum svo víti í lokin. Maður horfir á tölfræðina og sér að við áttum 22 marktilraunir og það voru stundir þar sem við héldum að við myndum ekki ná að brjóta ísinn, en við uppskárum sem betur fer."
,,Næst er það Marseille á Anfield, þeir gerðu vel í að sigra PSV en við erum fullir sjálfstrausts að við getum sigrað og tryggt okkur sæti í 16-liða úrslitunum."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!