Hef ekki sýnt mitt besta ennþá
Ítalski vinstri bakvörðurinn Andrea Dossena sem keyptur var í sumar frá Udinese á Ítalíu segist ekki hafa spilað eins vel og hann geti það sem af er ferli sínum hjá Liverpool.
Dossena hefur veitt Fabio Aurelio harða samkeppni um stöðu vinstri bakvarðar en svo virðist sem Aurelio sé fyrsti valkostur Rafa Benítez það sem af er tímabili. Dossena segist vita vel að hann hafi ekki staðið sig nógu vel til þess að eigna sér stöðuna.
,,Ég er ekki alveg nógu ánægður með spilamennsku mína," sagði þessi 27 ára gamli leikmaður. ,,Fabio spilar sömu stöðu og ég og því hefur stjórinn möguleika á því að nota leikmann sem þekkir betur inná þá taktík sem liðið spilar núna. Ég er sífellt að læra. Ég vissi það að koma til Liverpool og nýrrar deildar myndi bæta mig sem leikmann."
,,Ég vissi það líka að í Fabio Aurelio væri mikil samkeppni um stöðuna. Þetta er samt heilbrigð samkeppni og við erum að berjast um stöðuna sem liðsfélagar. Hann er frábær náungi og góður leikmaður. Að hafa hann hér mun hjálpa mér."
Annar hlutur sem hjálpar Dossena eru svakalegar tæklingar Jamie Carragher og Martin Skrtel á æfingum. Dossena útskýrir þetta: ,,Þeir virðast aldrei tapa 50/50 tæklingum. Jafnvel þó þeir virðast ekki eiga möguleika, ná þeir samt einhvernveginn að komast í boltann. Það er ótrúlegt. Ég sé ákafa og sigurviljann í liðsfélögum mínum og það fær mig til að kunna að meta það hvað ég þarf að leggja á mig til að ná árangri hjá Liverpool."
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu