Mark spáir í spilin
Fróðleiksmolar frá BBC
- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Chelsea.
- Liverpool tapaði fyrir Tottenham Hotspur um síðustu helgi.
- Það var fyrsta tap Liverpool í deildinni á leiktíðinni og það fyrsta í 18 deildarleikjum.
- Liverpool hefur ekki tapað leik á Anfield Road á þessu ári.
- Liverpool hefur aðeins skorað eitt deildarmark í fyrri hálfleik á Anfield Road á þessari leiktíð.
- Liverpool er með fimm stigum meira en eftir jafn marga leiki á síðustu leiktíð.
- Þeir Jose Reina og Jamie Carragher eru einu leikmenn Liverpool sem hafa leikið alla deildarleikina á þessari leiktíð.
- W.B.A. vann næst efstu deild á síðustu leiktíð.
- Félagar í Íslenska Liverpool klúbbnum verða viðstaddir á Anfield Road á morgun.
- Síðasti leikur liðanna á Anfield Road. 31. desember 2005. Liverpool : W.B.A. 1:0. Mark Liverpool: Peter Crouch (51. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v West Bromwich Albion
Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres ætti að koma aftur inn í lið Liverpool. Hann er gríðarlega þýðingarmikill fyrir liðið. West Brom virðist bara ekki geta haldið markinu hreinu og ekki einu sinni gegn tíu mönnum Blackburn. Ég hugsa að liðið eigi eftir að njóta þess að spila á Anfield því liðið leikur góða knattspyrnu. Völlurinn þar er góður og Liverpool mun leyfa þeim að spila knattspyrnu upp að ákveðnu marki en Fernando Torres og félagar verða of sterkir.
Úrskurður: Liverpool v West Bromwich Albion 2:0.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!