Vonandi kominn í gang!
Robbie Keane skoraði sín fyrstu deildarmörk fyrir uppáhaldsliðið sitt í gær þegar Liverpool vann 3:0 sigur á W.B.A. Írinn vonast nú eftir að vera kominn almennilega í gang. Hann hafði þetta að segja eftir leikinn í gær.
"Það var mjög mikilvægt að vinna sigur í þessum leik. Það er ekki skemmtilegt að spila svona síðdegis og geta bara fylgst með úrslitunum í hinum leikjunum. En úrslit í nokkrum leikjum voru hægstæð fyrir okkur og þess vegna urðum við að skila okkar verki. Liðið spilaði vel og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Það var mikilvægt fyrir okkur að komast aftur í gang eftir tapið gegn Tottenham í síðustu viku og við gerðum það. Það er mikil seigla í þessu liði."
Robbie Keane skoraði sín fyrstu deildarmörk fyrir Liverpool í gær og þau voru kærkomin.
"Auðvitað er gaman að skora mörk. Þau hafa látið á sér standa en það var bara spurning um tíma hvenær þau kæmu. Ég var ekki neitt farinn að svekkja mig á því að hafa ekki skorað en ég hefði kannski gert það þegar ég var yngri og óreyndari. Ég vona að nú hafi þið séð Robbie Keane kominn í sitt besta form. Það er búið að ganga upp og ofan frá því ég kom hingað. Mér finnst þó að ég hafi verið að leika æ betur með hverjum leiknum og vonandi heldur sú þróun áfram."
Robbie Keane er nú búinn að skora fjögur mörk á leiktíðinni. Tvö þau fyrstu skoraði hann í Meistaradeildinni.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni