Verðum að spila betur gegn Bolton
Daniel Agger segir að Liverpool muni ekki vinna sigur gegn Bolton ef ekki verður stór bæting á frammistöðunni frá því í gærkvöldi er liðið tapaði 4-2 fyrir Tottenham. Agger var eini leikmaðurinn frá leiknum við West Brom um helgina sem var í byrjunarliðinu gegn Tottenham.
Agger mun væntanlega vilja gleyma leiknum sem fyrst eftir að þeir Frazier Campbell og Roman Pavlyuchenko skoruðu báðir tvö mörk og slógu þar með Liverpool út úr Deildarbikarnum. Næsti leikur er gegn Bolton á útivelli og verður liðið að sigra þar til þess að halda í við Chelsea í titilbaráttunni.
,,Við getum ekki tekið margt jákvætt útúr þessum leik," sagði Agger. ,,Ég held að það sé auðvelt að segja það þegar maður hefur látið andstæðinginnn skora fjögur mörk, þá vinnur maður ekki leikinn. Frammistaða liðsins var ekki nógu góð. Við vorum langt frá því að vera nógu sterkir og við verðum að gera betur."
,,En nú verðum við að hugsa um að bæta okkur gegn Bolton Wanderers á laugardaginn - það er það eina sem við getum gert. Við tökum einn leik í einu og verðum einfaldlega að spila mun betur en við gerðum gegn Tottenham. Bolton eru líkamlega sterkir og þetta verður erfiður leikur fyrir okkur, en við erum einbeitum okkur að því að bæta okkur á öllum sviðum. Við hreinlega verðum að gera betur."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni