Mark spáir í spilin

Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Chelsea.
- Liverpool tapaði fyrir Tottenham Hotspur í Deildarbikarnum nú í vikunni. Þetta var annað tap Liverpool á White Hart Lane í þessum mánuði.
- Alvaro Arbeloa mun ekki taka þátt í þessum leik vegna leikbanns.
- Bolton hefur unnið síðustu tvo leiki sína.
- Liverpool hefur unnið síðustu þrjá deildarleiki sína gegn Bolton.
- Þeir Jose Reina og Petr Cech, markvöður Chelsea, hafa haldið marki sínu hreinu oftast markmanna í Úrvalsdeildinni. Þeir hafa afrekað það í sjö leikjum á þessari leiktíð.
- Síðasti leikur liðanna á Reebok leikvanginum. 2. mars 2008. Bolton Wanderers : Liverpool. 1:3. Mark Bolton: Amir Cohen (79. mín.). Mörk Liverpool Jussi Jaaskelainen, sm, (12. mín.), Ryan Babel (60. mín.) og Fabio Aurelio (75. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Bolton Wanderes v Liverpool
Ég spái því að Liverpool muni vinna þennan leik en það verður ekki auðveldur sigur og ég held að þetta verði erfiðasti leikur Liverpool upp á síðkastið. Ég byggi þetta álit mitt á því að eftir að Bolton hafði ekki náð að skora í fimm eða sex leikjum þá hefur liðið nú náð að vinna nokkra leiki nýlega og haldið hreinu. Liðið er miklu sterkara á heimavelli en úti. Það er nú aldrei gott að spila svona um hádegið en ég held að Liverpool merji sigur.
Úrskurður: Bolton Wanderes v Liverpool 0:1.
-
| Sf. Gutt
Ekki annað í boði en að taka ábyrgð! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 4. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli -
| Sf. Gutt
Líklega leikur lífs míns! -
| Heimir Eyvindarson
Meistaraheppni í París?