| Sf. Gutt

Fyrsta markið

Það er alltaf gaman þegar leikmenn skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Þetta gerði Damien Plessis í Deildarbikarleiknum gegn Tottenham í gærkvöldi. Hann skoraði þá aðþrengdur úr erfiðri aðstöðu með skalla eftir hornspyrnu frá Ryan Babel. Því miður dugði þetta fyrsta mark franska stráksins skammt því Liverpool tapaði 4:2 en það mátti þó sjá að honum fannst mikið til þess koma að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Damien Plessis kom til Liverpool frá Lyon sumarið 2007. Hann hafði reyndar aldrei leikið fyrir aðallið Lyon en samt vakið athygli fyrir góða framgöngu með yngri landsliðum Frakka. Besta staða hans er aftarlega á miðjunni. Hann lék mjög vel með hinu sigursæla varaliði Liverpool á síðustu leiktíð og varð Englandsmeistari með því. Hann hefur nú leikið sjö leiki með Liverpool þar af fimm á þessari leiktíð og markið, sem hann skoraði í gærkvöldi, var hans fyrsta fyrir félagið.

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan