Bolo veit af hættunni
Fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Marseille, Bolo Zenden, vonast til þess að Marseille geti staðist ofurkrafta Liverpool og endurtekið leikinn frá því í fyrra.
Zenden veit sem er að Liverpool er sigurstranglegra liðið þegar liðin mætast á miðvikudagskvöldið en hann segir að liðsfélagar sínir megi alls ekki óttast neitt.
,,Þegar maður spilar gegn Liverpool, þá verður maður að vara sig," sagði hann. ,,Þeir eru stórt félag sem er nálægt toppnum á Englandi og þeir eru gríðarlega vel skipulagðir. En við mætum á Anfield, eins og í fyrra með þá von í brjósti að við getum náð góðum úrslitum. Þetta eru 11 menn gegn 11 í byrjun og eftir það er allt mögulegt."
,,Um liðna helgi gerðu þeir jafntefli við Fulham. Þetta verður ekki auðvelt en við óttumst þá ekki, það eru þrjú stig í boði. Enginn leikur er eins, það eru aðrir leikmenn úti á vellinum (frá því á síðasta ári). ÉG veit að Liverpool er lið sem byrjar tímabilið ekki alltaf mjög vel, en í nóvember og desember búa þeir yfir ofurkröftum."
,,En við tökum þennan leik eins og hvern annan."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!