Erfitt að ráða í Marseille
Rafa Benítez viðurkennir að það sé erfitt að ráða í það hvernig Marseille munu nálgast leikinn á Anfield í kvöld. Mun franska liðið sýna hugrekki og sækja eða spila varnarleik og bíða færis ?
Leikurinn er tímamótaleikur fyrir Benítez en þetta er í 66. sinn sem hann stýrir liðinu í Evrópukeppni og kemst hann þar með uppfyrir Bill Shankly sem sá stjóri sem hefur stýrt liðinu í flestum Evrópuleikjum. Benítez stefnir á sigurleik númer 39 til þess að tryggja Liverpool sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Benítez sagði: ,,Marseille eru með gott lið. En það verður áhugavert að sjá hvernig þeir undirbúa sig fyrir leikinn. Þeir eru með góða leikmenn fyrir skyndisóknir, og þeir gætu legið aftarlega og látið okkur um að hafa boltann."
Hann bætti við: ,,En þeir verða að vinna og því gætu þeir verið sóknarsinnaðri og virkilega lagt allt í sölurnar. Við verðum að sjá fljótt hvernig þeir nálgast leikinn. Þetta er öðruvísi frá því í fyrra í þessari keppni. Eftir að hafa tapað heima fyrir Marseille vorum við með 1 stig í þremur leikjum og þurftum að vinna þá leiki sem eftir voru. Við þurftum að berjast allt til loka."
,,Tímabilið þar á undan, vorum við komnir áfram þegar við mættum Galatasaray í síðasta leik riðilsins, og við gátum þá notað aðra leikmenn. Andrúmsloftið var öðruvísi. Ef við getum mætt PSV Eindhoven í síðasta leiknum með sætið í 16-liða úrslitum tryggt þá getum við notað yngri leikmenn."
Benítez lýsti svo yfir vilja sínum í því að tvöfalda þann leikjafjölda sem hann stýrir liðinu í Evrópukeppni.
,,Ég er mjög stoltur yfir að vera í þessari stöðu og vonandi get ég stjórnað liðinu í 66 Evrópuleikjum í viðbót," sagði hann. ,,Þessi leikjafjöldi af Evrópuleikjum er góður árangur fyrir hvern sem er, en sérstaklega þegar maður er hjá topp félagi eins og Liverpool. Það þýðir líka að liðið er að gera vel í Evrópu og það er jákvætt fyrir félagið."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni