Ryan Flynn lánaður
Miðjumaðurinn Ryan Flynn hefur verið lánaður til Wrexham næsta mánuðinn. Wrexham spila í utandeildinni á Englandi og knattspyrnustjóri þeirra er hinn góðkunni fyrrum leikmaður Liverpool, Dean Saunders.
Flynn, sem getur spilað á miðri miðjunni eða sem afturliggjandi sóknarmaður, kom til Liverpool frá Falkirk árið 2006.
Hann var lykilmaður í FA bikarsigrum unglingaliðsins og skoraði hann í úrslitaleiknum gegn Manchester City 2006 og skoraði hann þrjú mörk í keppninni árið 2007.
Þessi ungi Skoti var einnig hluti af varaliðinu sem urðu Englandsmeistarar á síðasta tímabili. Hann á enn eftir að spila fyrir aðalliðið en hefur þó verið viðloðinn það í æfingaleikjum.
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!