Mark spáir í spilin
Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Chelsea.
- Í gær eru tíu ár liðin frá því Steven Gerrard lék sinn fyrsta leik með Liverpool. Hann kom inn sem varamaður þegar Liverpool vann 2:0 sigur á Blackburn Rovers.
- Liverpool hefur ekki tapað deildarleik á heimavelli á þessu ári.
- Liverpool hefur unnið sjö heimaleiki í röð gegn Hömrunum.
- Fernando Torres skoraði þrennu þegar Liverpool vann West Ham 4:0 á Anfield Road á síðustu leiktíð. Hann skoraði þar með þrennu í öðrum heimaleiknum í röð en hann skoraði öll mörk Liverpool í 3:2 sigri á MIddlesborough í næsta deildarleik á undan.
- Gianfranco Zola stjórnar West Ham United í fyrsta sinn gegn Liverpool. Hann lék sinn síðasta leik á Englandi með Chelsea gegn Liverpool.
- Jose Reina hefur haldið marki sínu hreinu í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum á heimavelli.
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher, Xabi Alonso, Dirk Kuyt og Robbie Keane hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Liverpool er nú með 33 stig eftir 14 leiki. Það er mesti stigafjöldi sem Liverpool hefur haft eftir 14 deildarleiki frá því á leiktíðinni 1990/91. Þá var Liverpool með 38 stig eftir 14 leiki.
- Einn fyrrverandi leikmaður Liverpool er í herbúðum West Ham United. Þetta er Craig Bellamy sem lék 42 leiki með Liverpool. Hann skoraði 9 mörk.
- Síðasti leikur liðanna á Anfield Road. 5. mars 2008. Liverpool : West Ham United. 4:0. Mörk Liverpool: Fernando Torres (8., 61. og 81. mín.) og Steven Gerrard (83. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Fulham
Ef Chelsea gerir jafntefli þá gæti Liverpool hugsanlega náð efsta sætinu með sigri. West Ham vann mjög góðan útisigur gegn Sunderland í síðustu viku og það var mjög kærkominn sigur. Það mun þó reyna verulega á liðið hans Gianfranco Zola á Anfield. Liverpool skapar jafnan mörg marktækifæri. Það lítur út fyrir að allir bestu menn liðsins verði heilir og ég á ekki von á því að West Ham fái neitt út úr þessum leik.
Úrskurður: Liverpool v West Ham United 2:0.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!