Craig Bellamy verður hættulegur
Rafa Benítez varar leikmenn sína við hættunni sem stafar af Craig Bellamy er West Ham koma í heimsókn á mánudagskvöldið. Bellamy skoraði 9 mörk á stuttum ferli hjá Liverpool.
Benítez býst við því að Bellamy muni leiða sókn West Ham í leiknum og að hann muni reynast varnarmönnum sínum hættulegur.
,,Það verður erfitt fyrir þá að ná góðum úrslitum á Anfield, en þeir munu líka gera okkur erfitt fyir vegna þess að þetta er Úrvalsdeildin og hún er alltaf erfið." Sagði Benítez.
,,Við höfum reynslu af því að spila við lið sem koma hingað vel undirbúin til þess að verjast, og ég held að það sama verði uppá teningnum hjá West Ham - þeir munu vera skipulagðir og eru með góða leikmenn frammi í Bellamy, þannig að þeir verða ógnandi."
,,Bellamy er góður leikmaður og hann var virkilega góður atvinnumaður þegar hann var hjá okkur - hann lagði hart að sér. Við höfðum mikla trú á honum, hann var góður leikmaður hjá okkur og sigurvegari, en sumir leikmenn vilja spila í hverjum einasta leik og það er eitthvað sem maður þarf að skilja."
Benítez játaði það einnig að hann er ánægður með að fá aðeins fleiri daga en venjulega til að undirbúa sig fyrir leikinn og sagði: ,,Það er augljóslega mikill munur fyrir okkur að hafa meiri tíma til að undirbúa okkur undir leikinn. Bara einn dagur skiptir máli, en tveir eða þrír dagar er jafnvel betra."
,,Kannski mun ég horfa á einhverja af leikjunum á sunnudaginn, en ég get ekki annað en hugsað um mitt lið. Aðalatriðið fyrir okkur er að bæta okkur og reyna að ná í þrjú stig - maður getur ekkert gert varðandi úrslit annara liða."
,,Stundum fylgir meiri pressa því að horfa á hin liðin líka, það er því oft betra að slaka á, njóta helgarinnar og reyna að vinna þegar það kemur að okkur að spila."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni