Gefum Dossena tíma
Andrea Dossena hefur ekki beinlínis staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar eftir að hann var keyptur frá Udinese í sumar. Rafa Benítez vill gefa honum meiri tíma til að aðlagast.
Fabio Aurelio er nú meiddur og því ekki ólíklegt að Dossena fái tækifæri í vinstri bakverði í næstu leikjum. Sú tilhugsun hræðir marga stuðningsmenn félagsins því Dossena hefur virkilega átt erfitt uppdráttar varnarlega í þeim leikjum sem hann hefur spilað til þessa.
Benítez er engu að síður viss um að þessi ítalski landsliðsmaður geti enn staðið sig í enska boltanum.
,,Aðalatriðið fyrir mér er að hann er að leggja mjög mjög hart að sér," sagði stjórinn í samtali við opinbera heimasíðu félagsins.
,,Í leiknum gegn Marseille var hann að reyna að standa sig. Hann sótti vel fram völlinn en hann gerði líka nokkur mistök í vörninni en hann náði líka að komast í veg fyrir nokkur skot sem stefndu á markið. Hann leggur mjög hart að sér en kannski þarf hann aðeins að róa sig og slaka á þegar hann spilar því hann er orðinn svolítið óþreyjufullur núna."
Dossena hefur spilað í 13 leikjum á tímabilinu - tveimur færri en Aurelio. Hann hefur ávallt verið kallaður til liðs við ítalska landsliðið á ferli sínum með Liverpool sem ætti að segja mönnum að hann er mikils metinn leikmaður af landsliðsþjálfara Ítala.
Benítez bætti við: ,,Þetta er honum erfitt því ítalski boltinn er mjög taktískur. Allir eru samtaka og þeir beita ekki mikið löngum sendingum - þetta er ekki eins líkamlegur bolti og sá enski."
,,Hann þarf að kynnast kerfinu hér og hann mun bæta sig. Maður veit aldrei hversu langan tíma það tekur en vonandi verður hann betri í næsta leik."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni