Craig vonar að Liverpool verði Englandsmeistari
Craig Bellamy lagði sitt af mörkum til þess að Hamrarnir fóru heim til Lundúna með eitt stig að kveldi fullveldisdagsins. West Ham United náði markalausu jafntefli við Liverpool og Craig var nærri því að skora þegar bylmingsskot hans hafnaði í stöng.
Það vantaði ekki að Craig lagði sig allan fram eins og hann er vanur og það þótt hann væri að leika á móti uppáhaldsliðinu sínu! Hann vonar samt að Liverpool verði Englandsmeistari!
"Ég vildi óska þess að Liverpool myndi vinna alla leikina sem eftir væru á leiktíðinni nema þegar liðið spilar við West Ham því hollusta mín liggur auðvitað hjá West Ham núna."
Liverpool átti í erfiðleikum með að brjóta lið West Ham á bak aftur á mánudagskvöldið.
"Við reyndum að þvælast fyrir og ergja þá með því að pakka í vörn en við reyndum nú að sækja þegar færi gafst. Við áttum eitt eða tvö góð færi sjálfir og hefðum kannski getað skorað. Ég hef spilað hérna og ég veit alveg hversu erfitt það er að ná hagstæðum úrslitum hér gegn þessu frábæra liði. Það eru framúrskarandi leikmenn í liðinu og líklega eiga þeir bestu stuðningsmenn í heimi."
Craig er mikill stuðningsmaður Liverpool og þess vegna þarf enginn af efast um að hann meini hvað hann segir hér. Eftir leik nældi hann sér svo í nýju Liverpool treyjuna af einhverjum leikmanni Liverpool. Ekki kæmi á óvart að hann klæddist henni heima við þegar hátíðleg tækifæri gefast!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni