Ablett ánægður með ungu leikmennina
Þrír uppaldir leikmenn hafa verið kallaðir upp í aðalliðið sem mætir PSV annað kvöld. Gary Ablett, þjálfari varaliðsins er ánægður með að þeir fái vonandi tækifæri í Evrópukeppninni.
Síðasti leikur Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildarinnar mun fara fram á morgun þegar liðið sækir PSV Eindhoven heim. Liverpool er nú þegar komið áfram og einhver meiðsl eru í herbúðum liðsins og því fá einhverjir leikmenn hvíld í leiknum.
Meðal þeirra leikmanna sem Rafael Benítez hefur sagt að gætu hvílt í leiknum eru Steven Gerrard, Xabi Alonso, Jose Reina, Jamie Carragher, Dirk Kuyt og Alvaro Arbeloa. Það er einn hængur á áætlunum Rafa ef hann ætlar sér að hvíla Gerrard og Carragher þá þarf hann að hafa þrjá heimamenn í hópnum og því ákvað hann að kalla þá Martin Kelly, Jay Spearing og Stephen Darby upp í aðalliðið og ferðuðust þeir með liðinu til Hollands.
Varaliðsþjálfarinn, Gary Ablett, segir að uppkallið séu mikil verðlaun fyrir góðar frammistöður þeirra í liðinu hans. Darby hefur þegar komið við sögu í aðalliðinu á tímabilinu þegar hann kom inn á í Deildarbikarnum gegn Tottenham, Kelly var ónotaður skiptimaður gegn Marseille á Anfield og Spearing var á bekknum í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Standar Liege.
"Þessir þrír strákar hafa lagt hart að sér og þetta er mikil reynsla fyrir þá og tækifæri til að sýna stjóranum hvað þeir geta. Við erum mjög ánægðir starfslið varaliðsins að Rafa gefi þeim tækifæri með því að vera í liðinu, og það verður frábærar aðstæður fyrir þá að læra.
Þetta er félag þeirra Jay og Stephen svo þeir hafa ástríðuna og skuldbindninguna fyrir treyjuna. Martin heillaði mig fyrst þegar við unnum Ungliðabikarinn árið 2007. Hann lék gegn Andy Carroll og stóð sig vel. Það sumar hringdi ég í Martin og sagði honum að ég vildi færa hann úr Akademíuni og upp í Melwood.
Hann lék ekki eins mikið á síðasta tímabili og hann hefði kosið en við vildum gefa honum tíma til að aðlagast. Martin hefur tekið þátt í mörgum æfingum með aðalliðinu á tímabilinu og við vonumst efitr því að hann haldi áfram að bæta sig eins og Jay og Stephen, og gefi stjóranum einhver vandræði í framtíðinni" sagði Ablett.
Margir ungir leikmenn hafa fengið tækifæri á tímabilinu en aðrir leikmenn sem gætu tekið þátt í leiknum á morgun eru meðal annars Emiliano Insua, Damien Plessis, David Ngog, Lucas Leiva og Ryan Babel.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!