Mark spáir í spilin
Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í efsta sæti deildarinnar einu stigi á undan Chelsea.
- Liverpool hefur nú haldið efsta sætinu í deildinni í næstum hálfan mánuð.
- Hull City er að spila í efstu deild í fyrsta sinn í sögu sinni.
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher, Xabi Alonso og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í þremur leikjum þá hafa leikmenn Liverpool nú skorað sex mörk í síðustu tveimur.
- Bæði lið hafa skorað jafn mörg deildarmörk eða 24 talsins.
- Jose Reina hefur ekki fengið á sig mark á Anfield Road í síðustu fjórum leikjum.
- Liverpool hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu þremur heimaleikjum.
- Liverpool hefur ekki tapað leik á Anfield Road á þessu ári.
- Einn fyrrverandi leikmaður Liverpool er í herbúðum Hull City. Það er Nicky Barmby. Hann lék 58 leiki með Liverpool og skoraði átta mörk.
- Síðasti deildarleikur liðanna á Anfield Road. 29. ágúst 1959. Liverpool : Hull City. 5:3. Mörk Liverpool: James Harrower (52. mín.), Jimmy Melia (58. mín.), Ronnie Moran (65. mín.), Alan A´Court (80. mín) og Billy Liddell (85. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Hull City
Hull heldur sínu striki. Þeir lentu meira að segja marki undir gegn Middlesborough um síðustu helgi en héldu samt áfram að berjast. Liðið gefst einfaldlega aldrei upp. Það verður áhugavert að sjá hvað leikaðferð Hull mun beita. Munu þeir hafa tvo menn í sókninni eða pakka í vörn og beita skyndisóknum. Hull hefur gjarnan náð góðum úrslitum ef liðið hefur spilað sóknarleik. Ég held að Liverpool vinni leikinn því liðið er jú á heimavelli.
Úrskurður: Liverpool v Hull City 2:0.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!