Kominn tími til að gera vel á Emirates
Pepe Reina hefur trú á því að Liverpool geti haldið sér á toppi deildarinnar með því að enda slælegt gengi sitt á Emirates á sunnudaginn. Liðin hafa þrisvar sinnum mæst í deildinni á Emirates leikvanginum og Liverpool hafa ekki riðið feitum hesti frá þeim viðureignum.
,,Við eigum ekki neinar stórkostlegar minningar frá heimsóknum okkar á Emirates," sagði Reina í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins. ,,Þeir hafa alltaf spilað vel gegn okkur þar og við höfum ekki verið uppá okkar besta."
,,Í þetta sinn held ég að þetta verði öðruvísi vegna þess að við erum á toppnum í deildinni og ég held að það sé auðveldara að spila þegar staðan er þannig. Við höfum aldrei unnið þá þarna og kannski er kominn tími á það núna."
,,Við getum unnið á hvaða velli sem er. En við verðum að virða þá og spila til þess að vinna, eins og við gerum alltaf. Við höfum nú þegar unnið á Stamford Bridge, en við vorum ekki vanir því, þannig að við höfum núna mikla trú á því að við getum farið á Emirates og unnið þar líka."
Arsenal hafa átt misjöfnu gengi að fagna á þessu tímabili. Liðið hefur unnið Manchester United og Chelsea, líkt og Liverpool, en töp gegn Hull City, Stoke og Fulham hafa komið sér verulega illa í titilbaráttunni. Reina veit vel af því að stöðugleikann vantar í Arsenal liðið en hann veit sem er að Skytturnar verða 100% klárar í leikinn á sunnudaginn.
,,Arsenal eru með frábæra leikmenn og góðan hóp," sagði hann. ,,Þeir geta gert góða hluti. Þeir sigruðu Manchester United heima og svo Chelsea úti, þannig að við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur. Þeir virðast geyma sína bestu spilamennsku fyrir stóru leikina. Hvernig þeir spila fótbolta gerir þeim kannski auðveldara fyrir að mæta stóru liðunum, vegna þess að þá fá þeir að spila sinn leik betur."
,,Gegn líkamlega sterkum liðum hafa þeir átt í erfiðleikum einmitt vegna þess að þá er baráttan meiri."
Síðan Reina gekk til liðs við Liverpool hefur hann þrisvar sinnum fengið verðlaun fyrir að hafa haldið markinu oftast hreinu. Hann á hinsvegar ennþá eftir að halda hreinu gegn Arsenal og segir hann að það verði auðvitað alltaf erfitt að fá ekki á sig mark gegn liði sem spilar svona bolta.
,,Þeir skora mikið af mörkum og hafa gert undanfarin ár," sagði hann. ,,Það verður erfitt að halda markinu hreinu gegn þeim. Þeir hafa á að skipa einu sterkasta sóknarpari í fótboltanum í dag. Þeir skora mörg mörg mörk. Van Persie hefur mikil gæði á meðan Adebayor bætir upp restina með styrk sínum og krafti."
,,Ef við erum staðfastir þá getum við gert þeim erfitt fyrir og við getum skorað hvenær sem er, en við vitum að þetta verður mjög erfitt."
Sigur gegn Arsenal þýðir að Liverpool eru á toppnum yfir jólin og verða komnir með 11 stiga forystu á Arsene Wenger og hans menn. Reina hefur mikla trú á því að gott gengi liðsins á útivöllum verði til þess að þetta rætist en hann segir að ef Arsenal tapi muni það ekki hafa stór áhrif á atlögu þeirra að titlinum.
,,Kapphlaupið um titilinn er níu mánuðir og ég held að við getum ekki afskrifað þá fyrr en það eru kannski 5 leikir eftir af tímabilinu. Ef maður sigrar fleiri leiki á útivöllum þá þýðir það að maður fær fleiri stig þegar upp er staðið. Við verðum að halda áfram að spila svona vel á útivöllum og byrja að spila svona vel á Anfield líka."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!