Emiliano Insua vonast eftir fleiri tækifærum
Argentínski bakvörðurinn Emiliano Insua vonast eftir fleiri tækifærum í liði Liverpool. Líklega eru margir stuðningsmenn Liverpool sammála honum. Hann átti mjög góðan leik gegn Arsenal í gær.
"Stjórinn gaf mér tækifæri til að sýna hvað í mér býr og kannski fæ ég annað tækifæri gegn Bolton. Það er alltaf mjög gaman að spila á Anfield vonandi næ ég að halda mér í aðalliðinu."
Mörgum fannst Emiliano vera besti maður Liverpool gegn Arsenal.
"Mér fannst við spila vel og við hefðum getað unnið leikinn en það er alltaf gott að ná stigi á útivelli gegn liði eins og Arsenal. Mér fannst gaman að spila og ég reyndi að einbeita mér að því að gera allt á einfaldan hátt. Ég reyndi svo að blanda mér í sóknina eins oft og ég gat og hjálpa sóknarmönnunum."
Stuðningsmenn Liverpool hafa lengi vitað að Emiliano Insua er efnilegur bakvörður. Trúlega þykri flestum að argentínski strákurinn sé besti kosturinn í stöðu vinstri bakvarðar um þessar mundir. Fabioa Aurelio hefur ekki fest sig í sessi vegna þrálátra meiðsla og Andrea Dossena hefur langt frá því verið sannfærandi frá því hann kom. Líklega hefði Liverpool getað sparað sér kaup á vinstri bakverði í sumar því Emiliano Insua hefur sýnt að hann getur fullvel skilað stöðunni.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!