Mark spáir í spilin
Það eru komin jól og Liverpool er í efsta sæti í efstu deild. Gæti lífið verið betra? Ekki mikið út frá sjónarhóli stuðningsmanna Liverpool að minnsta kosti. Liverpool er nú í efsta sæti efstu deildar, í byrjun jóla, í fyrsta sinn frá árinu 1996. Vissulega skiptir mestu að vera í efsta sæti eftir síðustu umferðina en það er alltaf gott að verma efsta sætið. Liverpool hefur nú haldið því frá því á fullveldisdeginum og vonandi verður svo áfram fram á vor til loka leiktíðarinnar.
Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í efsta sæti deildarinnar einu stigi á undan Chelsea.
- Liverpool hefur nú haldið efsta sætinu í deildinni frá því þann 1. desember.
- Liverpool er í efsta sæti á jólum í fyrsta sinn frá jólum 1996.
- Liverpool hefur 16 sinnum verið í efsta sæti þegar jólahátíð hefur gengið í garð.
- Liverpoool hefur orðið enskur meistari í tíu skipti af þeim 15 sem liðið hefur verið í efsta sæti þegar jólin ganga í garð.
- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher, Xabi Alonso og Dirk Kuyt hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Bolton hefur fengið á sig helmingi fleiri mörk en Liverpool í deildinni á þessari leiktíð.
- Þetta er síðasti leikur Liverpool á Anfield Road á þessu ári. Enn hefur Liverpool ekki þurft að lúta í gras á heimavelli í deildarleik á þessu ári.
- Síðasti deildarleikur liðanna á Anfield Road. 2. desember 2007. Liverpool : Bolton Wanderes. 4:0. Mörk Liverpool: Sami Hyypia (17. mín.), Fernando Torres (45. mín.), Steven Gerrard, víti. (56. mín.) og Ryan Babel (86. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Bolton Wanderes
Liverpool vann öruggan sigur á útivelli gegn Bolton fyrr á leiktíðinni. Þó svo að liðið hafi misstigið sig á heimavelli gegn Hull, West Ham og Fulham þá lék það vel á útivelli gegn Arsenal um síðustu helgi. Bolton hefur verið að bæta sig og liðið er alveg þokkalegt í Úrvalsdeildinni. Liðið vinnur vel saman og það hefur verið að skora mörk en ég held að Liverpool muni vinna það aftur.
Úrskurður: Liverpool v Bolton Wanderes 2:0.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!