Keane hrósar starfsliði Rafa
Robbie Keane tileinkaði sigurinn á Bolton Rafa Benítez og hrósaði um leið starfsliði hans sem tekið hefur við stjórnartaumunum á meðan Benítez jafnar sig eftir nýrnasteinaaðgerð. Benítez stjórnaði liðinu ekki af hliðarlínunni gegn Bolton en hann sat uppi í stúku.
Keane, sem skoraði 2 mörk í 3-0 sigri sagði: Það hefur verið skrýtið að vera án hans (Rafa) undanfarna viku eða svo vegna þess að við erum vanir því að hann sé alltaf í kringum okkur."
,,Ég verð að hrósa starfsliðinu, Sammy og hinum strákunum - þeir hafa verið frábærir þennan tíma. En það var gott að fá stjórann aftur og vonandi spiluðum við vel fyrir hann."
Albert Riera skoraði fyrsta markið áður en Keane tók við með næstu tvö og liðið náði þar með loksins að sigra á heimavelli eftir þrjú jafntefli í röð. Keane trúir því að nú hafi menn dregið ákveðna línu hvað varðar heimaleiki það sem eftir er leiktíðar.
Hann sagði: ,,Maður verður að skilja það að lið eiga eftir að koma hingað og verjast vegna þess að þau bera virðingu fyrir okkur. Liverpool er gríðarstórt félag og ef lið koma hingað og ná einhverju útúr leiknum þá er það mikill sigur fyrir þau. Stundum getur verið erfitt að brjóta þau á bak aftur en það var ekki raunin í dag."
,,Með þá leikmenn sem við höfum, vitum við hvað við getum. Stundum ganga hlutirnir ekki upp en ég held að við höfum staðið okkur vel í dag frá fyrsta flauti til þess síðasta. Við stjórnuðum leiknum algjörlega. Við sóttum allan leikinn og þeir áttu ekki mörg færi."
,,Við þurftum að vera þolinmóðir og bíða eftir fyrsta markinu vegna þess að Bolton eru líkamlega sterkir. Það er erfitt að brjóta þá á bak aftur. Við vissum að fyrsta markið myndi opna leikinn og það gekk eftir."
,,Þetta var sannfærandi sigur og ég var ánægður með spilamennsku okkar, við sendum boltann hratt á milli og sóttum fram. Við vorum mikið með boltann og það hefur væntanlega verið ánægjulegt fyrir stuðningsmennina að horfa á leikinn."
Næsti leikur er gegn Newcastle á St. James' Park þar sem leikar hefjast kl. 12 á hádegi á morgun, sunnudag.
Sigur í þeim leik tryggir Liverpool toppsætið í deildinni fram til ársins 2009 en Keane veit að menn Joe Kinnear verða engin lömb að leika sér við.
,,Nú er mikilvægt að við höldum áfram. Við eigum erfiðan leik fyrir höndum gegn Newcastle. Við förum þangað fullir sjálfstrausts eftir þennan sigur og vonandi komum við til baka með þrjú stig. Þetta verður erfiður leikur. Newcastle eru með gott lið og þeir hafa verið að spila vel undanfarið. Það er alltaf erfitt að heimsækja þá."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!