| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Riera: Látum þetta ekki gerast aftur
Albert Riera segir að vonbrigðin í andlitum félaga hans í Liverpool liðinu eftir jafnteflisleikinn gegn Stoke á laugardaginn hafi sannfært hann um að Liverpool geti farið alla leið í deildinni í vetur. Svo undarlega sem það nú hljómar!
Í annað skipti á fimm mánuðum tókst þrautseigu liði Stoke að halda aftur af Liverpool með þéttum varnarleik og góðri baráttu. Steven Gerrard komst næst því að skora, en hann átti tvö stangarskot á lokamínútum leiksins.
Í viðtali við Liverpool Echo segist Riera viss um það að Liverpool hafi karakter til að rífa sig upp eftir þessi vonbrigði og bætir því við að hann muni ekki gleyma þeirri ónotatilfinningu sem hríslaðist um hann í leikslok. Hún muni verða honum hvatning til að láta slíkt ekki endurtaka sig.
,,Hinn mikli karakter í liðinu kom greinilega í ljós á laugardaginn", segir vængmaðurinn ákveðinn.
,,Þegar ég kom inn í klefa eftir leikinn voru allir niðurbrotnir yfir því að hafa einungis náð jafntefli í erfiðum útileik. Staðreyndin er sú að Stoke liðið hefur verið mjög erfitt heim að sækja í vetur og mörg lið hafa lent í vandræðum. Við erum á toppi deildarinnar og vildum að sjálfsögðu landa sigri, en það gekk ekki. En við munum geyma vonbrigðin í minni okkar og gera allt sem í okkar valdi stendur til að láta slíkt ekki endurtaka sig."
Riera bætir því við að gamla klisjan um að það séu ekki til neinir auðveldir leikir hafi sjaldan átt eins vel við og um þessar mundir og bendir á leik í heimalandi sínu, Spáni, því til sönnunar.
,,Í gærkvöldi mættust í La Liga toppliðið Barcelona og botnliðið Osasuna. Allir áttu von á auðveldum sigri Börsunga, en þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum voru þeir undir 2-1! Að vísu tókst þeim að skora tvö mörk á á lokamínútunum og tryggja sér þannig sigurinn, en það mátti ekki tæpara standa. Það átti enginn von á að Barcelona myndi lenda í svona miklum vandræðum."
,,Svona er fótboltinn í hnotskurn. Það er einfaldlega staðreynd að það er ekkert fyrirfram gefið, öll lið geta reynst skeinuhætt. Maður þarf að vinna fyrir hverju einasta stigi. En ég get fullvissað aðdáendur okkar um það að við munum gera það. Við munum berjast af hörku fyrir hverju einasta stigi sem við höfum möguleika á að koma í hús."
Í annað skipti á fimm mánuðum tókst þrautseigu liði Stoke að halda aftur af Liverpool með þéttum varnarleik og góðri baráttu. Steven Gerrard komst næst því að skora, en hann átti tvö stangarskot á lokamínútum leiksins.
Í viðtali við Liverpool Echo segist Riera viss um það að Liverpool hafi karakter til að rífa sig upp eftir þessi vonbrigði og bætir því við að hann muni ekki gleyma þeirri ónotatilfinningu sem hríslaðist um hann í leikslok. Hún muni verða honum hvatning til að láta slíkt ekki endurtaka sig.
,,Hinn mikli karakter í liðinu kom greinilega í ljós á laugardaginn", segir vængmaðurinn ákveðinn.
,,Þegar ég kom inn í klefa eftir leikinn voru allir niðurbrotnir yfir því að hafa einungis náð jafntefli í erfiðum útileik. Staðreyndin er sú að Stoke liðið hefur verið mjög erfitt heim að sækja í vetur og mörg lið hafa lent í vandræðum. Við erum á toppi deildarinnar og vildum að sjálfsögðu landa sigri, en það gekk ekki. En við munum geyma vonbrigðin í minni okkar og gera allt sem í okkar valdi stendur til að láta slíkt ekki endurtaka sig."
Riera bætir því við að gamla klisjan um að það séu ekki til neinir auðveldir leikir hafi sjaldan átt eins vel við og um þessar mundir og bendir á leik í heimalandi sínu, Spáni, því til sönnunar.
,,Í gærkvöldi mættust í La Liga toppliðið Barcelona og botnliðið Osasuna. Allir áttu von á auðveldum sigri Börsunga, en þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum voru þeir undir 2-1! Að vísu tókst þeim að skora tvö mörk á á lokamínútunum og tryggja sér þannig sigurinn, en það mátti ekki tæpara standa. Það átti enginn von á að Barcelona myndi lenda í svona miklum vandræðum."
,,Svona er fótboltinn í hnotskurn. Það er einfaldlega staðreynd að það er ekkert fyrirfram gefið, öll lið geta reynst skeinuhætt. Maður þarf að vinna fyrir hverju einasta stigi. En ég get fullvissað aðdáendur okkar um það að við munum gera það. Við munum berjast af hörku fyrir hverju einasta stigi sem við höfum möguleika á að koma í hús."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan