| Sf. Gutt

Fernando vonast til að skora aftur gegn Everton

Fernando Torres er búinn að skora þrjú síðustu mörkin sem Liverpool hefur skorað gegn Everton. Hann skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool vann 1:0 á Anfield Road í mars á síðasta ári. Fernando skoraði skoraði svo bæði mörk Liverpool þegar þeir Rauðu unnu 2:0 á Goodison Park á liðnu hausti. Hann vonast nú til að skora enn og aftur gegn þeim Bláu þegar Liverpool og Everton mætast á Anfield Raod annað kvöld.

"Það er alltaf mikil spenna í grannaslögum og maður finnur spennuna hjá stuðningsmönnunum strax daginn fyrir leik. Fyrir síðasta leik á móti Everton gaf fólk sig á tal við mig og sagði við mig að við yrðum að vinna og ég yrði að skora. Ég á mjög góðar minningar úr síðasta leik liðanna því maður færir stuðningsmönnunum mikla ánægju með því að skora mark gegn Everton."

Fernando Torres hafði áður, en hann kom til Liverpool, leikið í grannarimmum í Madríd með Atletico gegn Real. Honum tókst á hinn bóginn aldrei að skora gegn erkifjéndunum í Madríd.

"Ég hafði aldrei skorað í derby leik áður en ég fluttist til þessa lands. Það hefur því verið frábært að ná að skora þrjú mörk í tveimur leikjum gegn Everton og ekki spillir fyrir að hafa unnið þá báða. Ég vona að ég geti tekið þátt í næsta leik gegn Everton og ég vonast til að skora aftur gegn þeim."

Sem fyrr segir þá hefur Fernando Torres skorað þrjú mörk í röð gegn Everton. Enginn leikmaður Liverpool hefur skorað fjögur mörk í röð í leikjum gegn Everton. Fernando kæmist því annála hjá Liverpool F.C. með því að verða næstur leikmanna Liverpool til að skora gegn Everton.

Hér á síðunni má sjá mörkin þrjú sem Fernando Torres hefur skorað gegn Everton!

 

 











TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan