Bætum okkur og vinnum næsta leik!
Fabio Aurelio var ekki, frekar en aðrir leikmenn Liverpool og stuðningsmenn, ánægður eftir jafnteflið við Everton í gærkvöldi. Hann segir liðið verða að læra af mistökum sínum, herða sig fyrir næsta leik og herja fram sigur.
"Þetta var erfiður leikur og bæði lið lögðu allt í sölurnar. Auðvitað vorum við mjög vonsviknir með úrslitin því við áttum von á að við myndum ná sigri eftir að hafa náð forystu."
Fabio segir Liverpool nú eiga kost á að ná fram betri leik í næsta leik gegn Everton.
"En núna er þessi leikur að baki og við verðum að gleyma honum og horfa fram á veginn. Við getum engu breytt um úrslitin og verðum að einbeita okkur að næsta leik sem er einmitt gegn Everton. Í þeim leik fáum við tækifæri til að spila betur en í gærkvöldi og vonandi komumst við áfram í næstu umferð bikarkeppninnar. En við verðum að læra af þeim mistökum sem við gerðum í síðasta leik. Það er nauðsynlegt að draga lærdóm af öllum mistökum og þá sérstaklega þegar við fáum á okkur mark svona seint í leik."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni