Liverpool er að fatast flugið
Lið Liverpool hefur verið gagnrýnt eftir að hafa gengið slaklega í síðustu leikjum. Nokkrir af fyrrum leikmönnum liðsins hafa tekið þátt í þeirri umræðu. Einn af þeim er Jamie Redknapp. Hann hafði þetta að segja í viðtali við dagblaðið Daily Mail eftir jafnteflið við Wigan.
"Liverpool er að fatast flugið. Það var mjög undarleg ákvörðun að taka Steven Gerrard, sem var ekki meiddur, af leikvelli gegn Wigan. Hvað skilaðboð sendir svona ákvörðun? Steven getur unnið leik á öðrum fæti og þess vegna er ákvörðunin um að skipta honum af velli óskiljanleg. Framkvæmdastjórinn er farinn að breyta liðinu of mikið og líkamstjáning leikmanna er ekki góð. Svo er hringlið með Robbie Keane undarlegt. Hann hefur ekki leikið eins vel og við var búist. Ég sjálfur átti von á að hann myndi spila betur en hann er betri en hann hefur sýnt. Mörg félög myndu vilja hafa svona góðan leikmann í sínum röðum. Robbie er sterkur persónuleiki og vinsæll í búningsherberginu. Þess vegna hefur meðferðin á honum ekkert upp á sig nema slæm áhrif á aðra leikmenn liðsins."
-
| Sf. Gutt
Við þráum annan titil! -
| Sf. Gutt
Meistararnir lagðir á heimavelli sínum! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley